Holland tryggði farseðilinn í undanúrslit með sigri á Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 21:00 Virgil van Dijk skoraði sigurmark Hollands. James Williamson/Getty Images Holland vann nágranna sína í Belgíu í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Lokatölur 1-0 lærisveinum Louis van Gaal í vil. Hollendingar voru í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins þar sem liðið var með 13 stig, þremur meira en Belgía. Þá var Holland með betri markatölu og svo hafði liðið unnið fyrri leik liðanna 4-1 svo Belgía hefði í raun þurft stórsigur til að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin. Fyrri hálfleikur var svokallað stál í stál og staðan markalaus að honum loknum. Áfram hélt stöðubaráttan í þeim seinni en þegar 17 mínútur lifðu leiks þá loks brotnaði ísinn. Hinn eftirsótti Cody Gakpo tók þá hornspyrnu sem fann pönnuna á Virgil van Dijk og sá skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-0 Hollendingum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Holland vinnur því riðilinn á meðan Wales er fallið niður í B-deild. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Holland vann nágranna sína í Belgíu í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Lokatölur 1-0 lærisveinum Louis van Gaal í vil. Hollendingar voru í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins þar sem liðið var með 13 stig, þremur meira en Belgía. Þá var Holland með betri markatölu og svo hafði liðið unnið fyrri leik liðanna 4-1 svo Belgía hefði í raun þurft stórsigur til að eiga möguleika á að komast í undanúrslitin. Fyrri hálfleikur var svokallað stál í stál og staðan markalaus að honum loknum. Áfram hélt stöðubaráttan í þeim seinni en þegar 17 mínútur lifðu leiks þá loks brotnaði ísinn. Hinn eftirsótti Cody Gakpo tók þá hornspyrnu sem fann pönnuna á Virgil van Dijk og sá skallaði boltann í netið. Staðan orðin 1-0 Hollendingum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Holland vinnur því riðilinn á meðan Wales er fallið niður í B-deild.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti