Jafntefli niðurstaðan eftir ótrúlegan síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. september 2022 21:00 Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT Leikur kvöldsins var eingöngu upp á stoltið þar sem England var þegar fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar og Þýskaland gat ekki tryggt sér sæti í undanúrslitum. Það var forvitnilegt að sjá hvernig liðin nálguðsut leikinn en mikið hefur rætt og ritað um gengi Englands að undanförnu. Liðið hefur varla skapað sér færi og hafði fyrir leik kvöldsins aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi. Að Southgate hafi skilið TrentAlexander-Arnold, bakvörð Liverpool, eftir utan hóps í kvöld vakti vægast sagt mikla athygli. Since his breakthrough in 2018, Trent Alexander-Arnold has played 17/58 England games.In that time, he s won every trophy available at Liverpool and recorded over 60 assists from RB.He s not in the matchday squad for England's final game before the World Cup pic.twitter.com/W9jXC3h5EZ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar fyrir hátt skemmtanagildi. Raheem Sterling fékk besta færi fyrri hálfleiks en Marc-André ter Stegen varði vel í marki Þýskalands. Staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Harry Maguire kórónaði skelfilega byrjun sína á tímabilinu en hann sparkaði þá Jamal Musiala niður inn í vítateig. Á einhvern ótrúlegan hátt virtist dómari leiksins missa af brotinu en var bent á að skoða það í skjánum á hliðarlínunni. Eftir að sjá brotið einu sinni benti hann á punktinn og dæmdi vítaspyrnu. Ilkay Gündogan fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi, hægri fótur hægra horn. Harry Maguire after giving away a penalty pic.twitter.com/Dn105JMmkG— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Það var svo á 67. mínútu sem gestirnir tvöfölduðu forystu sína. Guð einn veit hvað Maguire var að gera með boltann upp við vítateig Þýskalands en hann tapaði knettinum og Þjóðverjar geystust í skyndisókn. Timo Werner renndi boltanum á Kai Havertz sem fékk allan tíma í heiminum, stillti boltanum upp rétt fyrir utan vítateig og klíndi honum svo í stöng og inn. Staðan orðin 2-0 og sigurinn svo gott sem tryggður, eða hvað? Á 72. mínútu hóf Jude Bellingham, prímusmótor enska landsliðsins, sókn sem endaði með því að Reece James gaf fyrir markið. Boltinn fór alla leið á fjærstöngina þar sem Luke Shaw var mættur, hann tók boltann niður og smellti honum milli fóta Marc-André ter Stegen og hóf það sem endaði á að verða ótrúleg endurkoma Englands. Aðeins þremur mínútum síðar tengdu varamennirnir Bukayo Saka og Mason Mount. Sá fyrrnefndi gaf á Mount sem skilaði boltanum í netið og staðan allt í einu orðin 2-2. 67' England 0-2 Germany72' England 1-2 Germany75' England 2-2 GermanyEngland's first two goals in 344 minutes come at the right time pic.twitter.com/WukqldzQFf— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Rétt rúmum fimm mínútum eftir það fór Nico Schlotterbeck með sólann í legginn á Bellingham og vítaspyrna dæmd eftir að dómari leiksins fór í skjáinn í annað sinn. Harry Kane, sem var að leika sinn 50. landsleik sem fyrirliði, fór á punktinn og gjörsamlega lúðraði boltanum upp í hornið vinstra megin. Staðan 3-2 og endurkoman fullkomnuð, eða hvað? Aðeins fjórum mínútum eftir að Kane kom Englandi yfir, og fagnaði gríðarlega, þá jöfnuðu gestirnir metin. Serge Gnabry átti skot sem Nick Pope hélt ekki og Havertz renndi boltanum í netið. Staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. The second half of this game pic.twitter.com/PKRKB06ynU— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 England endar með tvö stig eftir sex leiki í Þjóðadeildinni á meðan Þýskaland var eina liðið í riðlinum sem tókst ekki að sigra enska liðið. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Leikur kvöldsins var eingöngu upp á stoltið þar sem England var þegar fallið niður í B-deild Þjóðadeildarinnar og Þýskaland gat ekki tryggt sér sæti í undanúrslitum. Það var forvitnilegt að sjá hvernig liðin nálguðsut leikinn en mikið hefur rætt og ritað um gengi Englands að undanförnu. Liðið hefur varla skapað sér færi og hafði fyrir leik kvöldsins aðeins skorað eitt mark í síðustu fimm leikjum. Það gerði Harry Kane úr vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi. Að Southgate hafi skilið TrentAlexander-Arnold, bakvörð Liverpool, eftir utan hóps í kvöld vakti vægast sagt mikla athygli. Since his breakthrough in 2018, Trent Alexander-Arnold has played 17/58 England games.In that time, he s won every trophy available at Liverpool and recorded over 60 assists from RB.He s not in the matchday squad for England's final game before the World Cup pic.twitter.com/W9jXC3h5EZ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Fyrri hálfleikur fer seint í sögubækurnar fyrir hátt skemmtanagildi. Raheem Sterling fékk besta færi fyrri hálfleiks en Marc-André ter Stegen varði vel í marki Þýskalands. Staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Harry Maguire kórónaði skelfilega byrjun sína á tímabilinu en hann sparkaði þá Jamal Musiala niður inn í vítateig. Á einhvern ótrúlegan hátt virtist dómari leiksins missa af brotinu en var bent á að skoða það í skjánum á hliðarlínunni. Eftir að sjá brotið einu sinni benti hann á punktinn og dæmdi vítaspyrnu. Ilkay Gündogan fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öryggi, hægri fótur hægra horn. Harry Maguire after giving away a penalty pic.twitter.com/Dn105JMmkG— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Það var svo á 67. mínútu sem gestirnir tvöfölduðu forystu sína. Guð einn veit hvað Maguire var að gera með boltann upp við vítateig Þýskalands en hann tapaði knettinum og Þjóðverjar geystust í skyndisókn. Timo Werner renndi boltanum á Kai Havertz sem fékk allan tíma í heiminum, stillti boltanum upp rétt fyrir utan vítateig og klíndi honum svo í stöng og inn. Staðan orðin 2-0 og sigurinn svo gott sem tryggður, eða hvað? Á 72. mínútu hóf Jude Bellingham, prímusmótor enska landsliðsins, sókn sem endaði með því að Reece James gaf fyrir markið. Boltinn fór alla leið á fjærstöngina þar sem Luke Shaw var mættur, hann tók boltann niður og smellti honum milli fóta Marc-André ter Stegen og hóf það sem endaði á að verða ótrúleg endurkoma Englands. Aðeins þremur mínútum síðar tengdu varamennirnir Bukayo Saka og Mason Mount. Sá fyrrnefndi gaf á Mount sem skilaði boltanum í netið og staðan allt í einu orðin 2-2. 67' England 0-2 Germany72' England 1-2 Germany75' England 2-2 GermanyEngland's first two goals in 344 minutes come at the right time pic.twitter.com/WukqldzQFf— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 Rétt rúmum fimm mínútum eftir það fór Nico Schlotterbeck með sólann í legginn á Bellingham og vítaspyrna dæmd eftir að dómari leiksins fór í skjáinn í annað sinn. Harry Kane, sem var að leika sinn 50. landsleik sem fyrirliði, fór á punktinn og gjörsamlega lúðraði boltanum upp í hornið vinstra megin. Staðan 3-2 og endurkoman fullkomnuð, eða hvað? Aðeins fjórum mínútum eftir að Kane kom Englandi yfir, og fagnaði gríðarlega, þá jöfnuðu gestirnir metin. Serge Gnabry átti skot sem Nick Pope hélt ekki og Havertz renndi boltanum í netið. Staðan orðin 3-3 og reyndust það lokatölur leiksins. The second half of this game pic.twitter.com/PKRKB06ynU— B/R Football (@brfootball) September 26, 2022 England endar með tvö stig eftir sex leiki í Þjóðadeildinni á meðan Þýskaland var eina liðið í riðlinum sem tókst ekki að sigra enska liðið.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti