Nýr heimavöllur heimsleikanna í CrossFit einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur keppt á fjölmörgum heimsleikum og var hársbreidd frá verðlaunasæti með liðinu á heimsleikunum í ár. Instagram/@anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit eru á leiðinni í burtu frá Madison í Wisconsin fylki því frá á með árinu 2024 verða heimsleikarnir haldnir í borginni í Birmingham í Alabama fylki. Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
Morning Chalk Up staðfesti breytinguna en það var lengi vitað að CrossFit samtökin væru að leita að nýjum framtíðarstað fyrir heimsleikanna. Þetta verður þriðji heimavöllur heimsleikanna í sögunni en til að byrja með voru leikarnir haldnir í Carson í Kaliforníu fylki. Þeir fluttu síðan til Madison árið 2017 og hafa farið fram þar fyrir utan kórónuveiruárið 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Leikarnir fara fram í sjötta og síðasta skiptið í Madison á næsta ári. Frá árinu 2024 til 2027 munu heimsleikarnir hafa aðalaðsetur í Birmingham Crossplex sem er fjölhæf íþróttahöll í miðbænum. Allar aðstæður eru góðar fyrir sjálfa íþróttakeppnina en menn hafa aftur á móti meiri áhyggjur af öðrum hlutum. Alabama er eitt af suðurríkjunum og það er ljóst að hitinn gæti spilað enn stærra hlutverk á leikunum þar þó að það sé oft nógu heitt í Wisconsin fylki um mánaðamótin júlí-ágúst. Það er meðaltali fimm gráðu heitara þarna í Birmingham en í Madison og um leið hærra rakastig. Það er ekki öllum sem lýst allt of vel á þessa breytingu. Madison hefur unnið hug og hjörtu flestra sem þangað hafa komið enda mjög hugguleg borg í norður Bandaríkjunum. Nýi heimavöllur heimsleikanna er nefnilega einn sá hættulegasti í Bandaríkjunum ef marka má tölfræðilegar upplýsingum um fjölda glæpa og morða. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem mun væntanlega eiga fullt af skjólstæðingum á komandi heimsleikum alveg eins og í ár setti spurningarmerki við þessar fréttir á samfélagsmiðlum sínum. Snorri Barón deildi meðal annars upplýsingum um að borgin Birmingham í Alabama fylki hafi lengi verið við toppinn á lista yfir þær borgir í Bandaríkjunum þar sem mest eru um glæpi og morð. Morning Chalk Up ræddi þessar breytingar í áhugaverðu myndbandi sem er aðgengilegt hér fyrir neðan en þar ræðir Lauren Kalil við þá Dex Hopkins og Brent Fikowski. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=MJ12EuQ7P1U">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik