Umfjöllun: Donbas - ÍBV 28-36 | Eyjamenn með annan fótinn í næstu umferð Einar Kárason skrifar 5. nóvember 2022 15:30 Rúnar Kárason var frábær í liði ÍBV í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. Eyjamenn og konur tóku vel og innilega á móti Donbas mönnum í fyrri leik liðanna sem fram fór í dag. Leikurinn var jafn og skemmtilegur framan af en ÍBV þó alltaf skrefinu framar. Úkraínumennirnir spiluðu mikið inn á línu og gekk Eyjaliðinu illa að ráða við það upplegg Donbas. Eftir rúman stundarfjórðung var staðan jöfn, 9-9, en þó tók við góður kafli ÍBV sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komnir með góða forustu þegar skammt var til hálfleiks. Dunbasmenn spíttu í lófana og náðu að minnka forustu Eyjamanna í blálokin og þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 14-16, ÍBV í vil. ÍBV sýndi sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og yfirburðir Eyjamanna voru greinilegir. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var ÍBV aftur komið með þægilegt forskot, 19-25. Þrátt fyrir að Donbasmenn hafi ekki lagt árar í bát og gefist upp juku Eyjamenn forskot sitt þegar líða tók á síðari hálfleikinn og gátu nýtt sterkan hóp sinn vel. Mestur var munurinn tíu mörk undir lok leiks en Úkraínumennirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins. Því fór að leikar enduðu með átta marka sigri ÍBV, 28-36, sem er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á morgun. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið er í fínum gír og með sterkan og breiðan hóp. Flestir leikmenn fengu mínútur og skiluðu fínu dagsverki. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason og Elmar Erlingsson voru atkvæðamestir í Eyjaliðinu með átta og sex mörk. Þá varði Petar Jokanovic þrettán bolta í marki ÍBV. Oleh Ivanchenko var áberandi í liði Donbas en hann átti afbragðsleik og kom boltanum ellefu sinnum í netið. Hvað gekk illa? Greinilegt var að leikmenn Donbas voru ekki í sama keppnisformi og Eyjaliðið. Þrátt fyrir það er ekki hægt að lasta frammistöðu þeirra enda engin skömm í því að skora tuttugu og átta mörk í Vestmannaeyjum. Hvað gerist næst? Síðari leikur liðanna, heimaleikur ÍBV, fer fram á morgun, sunnudag. ÍBV Handbolti EHF-bikarinn
ÍBV er komið með annan fótinn í 3.umferð EHF European Cup í handknattleik eftir öruggan 36-28 sigur á úkraínska liðinu Donbas í Vestmannaeyjum í dag. Liðin mætast á nýjan leik á morgun. Eyjamenn og konur tóku vel og innilega á móti Donbas mönnum í fyrri leik liðanna sem fram fór í dag. Leikurinn var jafn og skemmtilegur framan af en ÍBV þó alltaf skrefinu framar. Úkraínumennirnir spiluðu mikið inn á línu og gekk Eyjaliðinu illa að ráða við það upplegg Donbas. Eftir rúman stundarfjórðung var staðan jöfn, 9-9, en þó tók við góður kafli ÍBV sem skoruðu fimm mörk gegn einu og komnir með góða forustu þegar skammt var til hálfleiks. Dunbasmenn spíttu í lófana og náðu að minnka forustu Eyjamanna í blálokin og þegar leikmenn gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 14-16, ÍBV í vil. ÍBV sýndi sitt rétta andlit í síðari hálfleiknum og yfirburðir Eyjamanna voru greinilegir. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var ÍBV aftur komið með þægilegt forskot, 19-25. Þrátt fyrir að Donbasmenn hafi ekki lagt árar í bát og gefist upp juku Eyjamenn forskot sitt þegar líða tók á síðari hálfleikinn og gátu nýtt sterkan hóp sinn vel. Mestur var munurinn tíu mörk undir lok leiks en Úkraínumennirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins. Því fór að leikar enduðu með átta marka sigri ÍBV, 28-36, sem er í góðri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á morgun. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið er í fínum gír og með sterkan og breiðan hóp. Flestir leikmenn fengu mínútur og skiluðu fínu dagsverki. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason og Elmar Erlingsson voru atkvæðamestir í Eyjaliðinu með átta og sex mörk. Þá varði Petar Jokanovic þrettán bolta í marki ÍBV. Oleh Ivanchenko var áberandi í liði Donbas en hann átti afbragðsleik og kom boltanum ellefu sinnum í netið. Hvað gekk illa? Greinilegt var að leikmenn Donbas voru ekki í sama keppnisformi og Eyjaliðið. Þrátt fyrir það er ekki hægt að lasta frammistöðu þeirra enda engin skömm í því að skora tuttugu og átta mörk í Vestmannaeyjum. Hvað gerist næst? Síðari leikur liðanna, heimaleikur ÍBV, fer fram á morgun, sunnudag.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti