Börsungar taka forystuna með sér til Spánar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2023 13:25 Caroline Hansen skoraði eina mark leiksins í dag. Steve Bardens - UEFA/UEFA via Getty Images Barcelona vann góðan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í dag. Chelsea sló út ríkjandi Evrópumeistara Lyon í síðustu umferð, en nú tekst enska liðið á við hitt liðið sem lék til úrslita í fyrra, Barcelona. Hin norska Caroline Hansen skoraði eina mark leiksins er hún kom gestunum frá Barcelona í forystu strax á fjórðu mínútu. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi heimakvenna tókst þeim ekki að jafna metin og Barcelona hafði því betur 1-0. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna
Barcelona vann góðan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í dag. Chelsea sló út ríkjandi Evrópumeistara Lyon í síðustu umferð, en nú tekst enska liðið á við hitt liðið sem lék til úrslita í fyrra, Barcelona. Hin norska Caroline Hansen skoraði eina mark leiksins er hún kom gestunum frá Barcelona í forystu strax á fjórðu mínútu. Þrátt fyrir nokkur ákjósanleg færi heimakvenna tókst þeim ekki að jafna metin og Barcelona hafði því betur 1-0. Leikurinn var í beinni útsendingu á Youtube-rás DAZN og hægt er að horfa á leikinn aftur í spilaranum hér fyrir neðan.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti