Ofsareiði í Bosníu og mótherjar Íslands töluðu við stuðningsmenn Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2023 13:00 Edin Dzeko og Sead Kolasinac, sem báðir léku á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni, ræddu við stuðningsmenn eftir tapið gegn Lúxemborg. Skjáskot/@SportSportVideo Það er óhætt að segja að mikil reiði sé í Bosníu eftir 2-0 tapið á heimavelli gegn Lúxemborg í gærkvöld, í riðli Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjá meira
Allt útlit er fyrir að þjálfari liðsins haldi á brott á mettíma en Faruk Hadzibegic tók við starfinu í janúar á þessu ári. Bosníski miðillinn sportki.ba hefur það eftir stjórnarmanni í bosníska knattspyrnusambandinu að búist sé við því að Hadzibegic segi af sér, en að annars verði hann rekinn. Sigurinn góði gegn Íslandi í mars, 3-0, virðist því hafa dugað honum skammt en eftir það hefur Bosnía tapað gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg, án þess að skora mark. Stuðningsmenn Bosníu söfnuðust saman fyrir utan leikvanginn í Zenica í gær, eftir tapið gegn Lúxemborg, og stóðu við girðingu sem leikmenn Bosníu gengu framhjá. Mikill fjöldi lögreglumanna gætti að öryggi leikmanna en tvær af stærstu stjörnum liðsins, Edin Dzeko og Sead Kolasinac, stoppuðu hins vegar og gáfu sér tíma til að ræða við stuðningsmennina. Miðað við bosníska miðla beinist reiði fólks fyrst og fremst að þjálfaranum Hadzibegic sem eins og fyrr segir virðist vera að missa starfið sitt. Það verður því að koma í ljós hver stýrir Bosníu í leiknum mikilvæga á Laugardalsvelli í september, þegar undankeppnin heldur áfram, og gegn Liechtenstein nokkrum dögum fyrr. Bæði Ísland og Bosnía þurfa nauðsynlega á stigum að halda enda með aðeins þrjú stig hvort eftir fjórar umferðir af tíu.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjá meira