Segir Ísak ekki hafa bankað en eiga að vera pirraðan Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson svekktur eftir tap Íslands gegn Portúgal á dögunum. Hann er einnig óánægður með hlutskipti sitt hjá FCK. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Peter Christiansen, íþróttastjóri danska knattspyrnuveldisins FC Kaupmannahafnar, lét megna óánægju Ísaks Bergmanns Jóhannessonar ekki koma sér á óvart, og segir leikmenn eiga að vera óhressa ef þeir spili ekki alla leiki. Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026. Danski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Ísak var opinskár í viðtölum við íslenska miðla á Laugardalsvelli á dögunum, fyrir leikina við Slóvakíu og Portúgal, þegar hann var spurður út í hlutskipti sitt hjá dönsku meisturunum. Þessi tvítugi miðjumaður var aðeins átta sinnum í byrjunarliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en var 22 sinnum á bekknum og þar af kom hann 14 sinnum inn á. „Ég er náttúrulega bara ósáttur með það hvernig er komið fram við mig eftir góða frammistöðu, til dæmis á móti AGF þar sem ég er góður á miðjunni og legg upp sigurmarkið. Eftir þann leik er mér bara fleygt aftur á bekkinn. Það hefur svolítið verið staðan hjá mér. Ég fæ aldrei nokkra leiki í röð í liðinu þó svo að ég standi mig mjög vel inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði og kvaðst vera að íhuga sína stöðu. „Ég þarf að spila, þetta sýnir mér bara það að sama hvað ég geri þá er mér alltaf fleygt aftur á bekkinn. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að skoða með umboðsmanni mínum,“ sagði Ísak. Ef Ísak væri ekki óánægður ætti hann að vera annars staðar Þetta var önnur leiktíð Ísaks hjá FCK, eftir komuna frá Norrköping í Svíþjóð þar sem hann átti fast sæti í byrjunarliði, og bæði árin hefur hann orðið danskur meistari með liðinu, og auk þess bikarmeistari í ár, en viljað spila mun meira. Það kemur Christiansen ekki á óvart: „Við erum félag sem þarf að vera með marga óánægða leikmenn. Það er bara daglegt brauð hjá félagi eins og FCK. Ef að þeir sem sitja utan liðs eru ekki óánægðir þá eru þeir ekki á réttum stað,“ segir Christiansen á vef Ekstra Bladet. „Ísak er þó aðeins 20 ára en hefur spilað 65 leiki fyrir FCK. Það finnst mér reyndar flott. Að því sögðu þá hefur Ísak ekki enn bankað á dyrnar hjá mér,“ sagði Christiansen sem segir FCK sýna því fullan skilning að leikmenn geti verið óánægðir með sitt hlutskipti. „Ég skil það alveg ef hann vill fara en hann getur líka bara unnið sér sæti í hópnum. Hann hefur alltaf vitað að FCK er sterkur stökkpallur þar sem samkeppnin er mjög hörð,“ saðgi Christiansen. Samningur Ísaks við FCK gildir til sumarsins 2026.
Danski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti