ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:03 Leiðin á Ólympíuleikana er löng og afar torfær en Ísland á alla vega fræðilega möguleika núna á að fara hana. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar. Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar.
Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti