Stórbrotið mark Eggerts Arons: „Galin tilfinning“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2023 11:00 Eggert og liðsfélagar hans fagna markinu frábæra. Eins og sjá má á viðbrögðum félaga hans var markið stórglæsilegt. Vísir/Hulda Margrét Eggert Aron Guðmundsson kom mikið við sögu í jafntefli Íslands og Noregs í gær. Hann fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum en jafnaði metin með frábæru marki rétt fyrir leikslok. Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson Landslið karla í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Eggert Aron sagði leikinn gegn Norðmönnum í gær hafa verið erfiðan og var nokkuð sáttur með stigið úr því sem komið var en jöfnunarmark hans kom á lokamínútum leiksins. „Erfitt bara, þetta voru ógeðslega mikil hlaup. Fyrri hálfleikur var erfiður, við vorum „sloppy“ og áttum erfitt með að nýta okkur sénsana þegar við fengum þá. Norðmennirnir voru að spila vel á móti okkkur, við vorum að bíða eftir mistökum en þau bara komu ekki. Síðan í seinni hálfleik breytist aðeins leikurinn,“ sagði Eggert Aron við Huldu Margréti, fulltrúa Vísis úti á Möltu. „Úr því sem var komið þá tökum við stigið.“ Eggert Aron fékk á sig vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Dómurinn var mjög vafasamur en Eggert bætti heldur betur upp fyrir vítaspyrnuna með því að skora jöfnunarmarkið nánast upp á eigin spýtur. „Mér leið ömurlega að hafa gefið þetta víti. Þeir sem sáu þetta í sjónvarpinu og vellinum sáu að þetta var aldrei víti. Við getum ekkert breytt því.“ Hann lýsti síðan tilfinningunum þegar hann skoraði jöfnunarmarkið. „Síðan þetta mark, það var galin tilfinning einhvern veginn. Að sjá allt fólkið í stúkunni og liðsfélagana hópast að mér, þetta var geðveik tilfinning.“ Ísland á einn leik eftir í riðlakeppninni. Hann er gegn Grikklandi og Ísland verður að vinna sigur í þeim leik og treysta á sigur Spánar gegn Noregi ætli liðið að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Eggert var ekki hissa á karakternum sem liðið sýndi í leiknum gegn Noregi. EGGERT ARON GUÐMUNDSSON (2004) WITH A SENSATION COAST TO COAST GOLAZO FOR THE EQUALIZER!!!#U19Euro pic.twitter.com/75fXKIRbYC— Football Report (@FootballReprt) July 7, 2023 „Svo sem ekki. Við höfum alveg sýnt það áður að við erum sterkir saman og ég myndi líkja okkur við landsliðið 2016-18, við erum ekkert eitt af stærstu liðunum eins og hin en við þekkjum hvern annan út og inn og náum að spila vel saman.“ „Við höfum farið í stóra leiki áður. Teymið heldur spennustiginu áður og við erum að fara að taka þennan leik, það er bara ljóst,“ sagði Eggert Aron að lokum en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal: Eggert Aron Guðmundsson
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira