Umfjöllun: Ísland - Finnland 1-2 | Tap í fyrsta heimaleik ársins Andri Már Eggertsson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 14. júlí 2023 19:57 Ísland-Finnland Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. Það var vel mætt á Laugardalsvöll þar sem Ísland fékk Finnland í heimsókn í vináttuleik en íslensku stelpurnar eru í fullum undirbúningi fyrir Þjóðadeildina. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, byrjaði í 3-5-2 leikkerfinu líkt og gegn Sviss í síðasta vináttuleik sem endaði með 1-2 sigri Íslands. Íslenska liðið fór vel af stað og eftir tvær mínútur komst Svava Rós Guðmundsdóttir ein í gegn. Karólína Lea átti glæsilega sendingu þar sem hún vippaði boltanum inn fyrir vörn Finnlands en skot Svövu var ekki gott og endaði framhjá. Svava Rós Guðmundsdóttir fékk dauðafæri snemma leiksVísir/Anton Brink Eftir líflegar fyrstu tíu mínútur datt leikur Íslands niður og Finnland fór að færa sig ofar á völlinn. Gestirnir héldu betur í boltann og bjuggu sér til góðar stöður á vallarhelmingi Íslands. Finnland komst verðskuldað yfir á 28. mínútu þegar Katariina Kosola renndi boltanum á Eveliina Summanen sem tók skot langt fyrir utan teig þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Eveliina Summanen skoraði mark FinnlandsVísir/Anton Brink Sveindís Jane var nálægt því að jafna skömmu eftir mark Finnlands. Sveindís gerði vel í að búa sér til færi gegn þremur varnarmönnum. Sveindís lét síðan vaða á markið en boltinn fór í stöngina. Sveindís hélt áfram að koma sér í færi og þegar fyrri hálfleikur var við það að klárast slapp hún ein í gegn en skaut yfir. Sveindís Jane fékk þó nokkur færi til að skora Vísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin ekki og Finnland var 0-1 yfir í hálfleik. Marki yfir héldu Finnar áfram að sækja í sig veðrið. Gestirnir fengu þrjú nokkuð góð færi á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en aðeins eitt skot fór á markið sem Telma Ívarsdóttir varði. Líkt og í fyrri hálfleik hélt Sveindís Jane áfram að vera eina ógn íslenska liðsins fram á við. Það var vel mætt á LaugardalsvöllinnVísir/Anton Brink Jutta Rantala bætti síðan við öðru marki Finnlands þegar 66 mínútur voru liðnar. Katariina Kosola fór ansi illa með Berglindi Rós Ágústsdóttur og renndi síðan boltanum fyrir markið á Juttu Rantala sem skoraði. Þetta var önnur stoðsending Kosola í leiknum. Tveimur mínútum síðar bætti Berglind Rós upp fyrir mistökin og minnkaði muninn í 1-2. Karólína Lea tók aukaspyrnu þar sem hún gaf boltann fyrir markið. Berglind gerði vel í að skalla boltann í slána og inn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark ÍslandsVísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð því 2-1 tap íslenska liðsins. Ísland heldur næst til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur þriðjudaginn 18. júlí klukkan 17:45. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, muni gera breytingar á upplegginu. Landslið kvenna í fótbolta
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 2-1 tap er liðið tók á móti Finnum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði mark Íslands eftir að Eveliina Summanen og Jutta Rantala höfðu komið Finnum tveimur mörkum yfir. Það var vel mætt á Laugardalsvöll þar sem Ísland fékk Finnland í heimsókn í vináttuleik en íslensku stelpurnar eru í fullum undirbúningi fyrir Þjóðadeildina. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, byrjaði í 3-5-2 leikkerfinu líkt og gegn Sviss í síðasta vináttuleik sem endaði með 1-2 sigri Íslands. Íslenska liðið fór vel af stað og eftir tvær mínútur komst Svava Rós Guðmundsdóttir ein í gegn. Karólína Lea átti glæsilega sendingu þar sem hún vippaði boltanum inn fyrir vörn Finnlands en skot Svövu var ekki gott og endaði framhjá. Svava Rós Guðmundsdóttir fékk dauðafæri snemma leiksVísir/Anton Brink Eftir líflegar fyrstu tíu mínútur datt leikur Íslands niður og Finnland fór að færa sig ofar á völlinn. Gestirnir héldu betur í boltann og bjuggu sér til góðar stöður á vallarhelmingi Íslands. Finnland komst verðskuldað yfir á 28. mínútu þegar Katariina Kosola renndi boltanum á Eveliina Summanen sem tók skot langt fyrir utan teig þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Eveliina Summanen skoraði mark FinnlandsVísir/Anton Brink Sveindís Jane var nálægt því að jafna skömmu eftir mark Finnlands. Sveindís gerði vel í að búa sér til færi gegn þremur varnarmönnum. Sveindís lét síðan vaða á markið en boltinn fór í stöngina. Sveindís hélt áfram að koma sér í færi og þegar fyrri hálfleikur var við það að klárast slapp hún ein í gegn en skaut yfir. Sveindís Jane fékk þó nokkur færi til að skora Vísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin ekki og Finnland var 0-1 yfir í hálfleik. Marki yfir héldu Finnar áfram að sækja í sig veðrið. Gestirnir fengu þrjú nokkuð góð færi á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks en aðeins eitt skot fór á markið sem Telma Ívarsdóttir varði. Líkt og í fyrri hálfleik hélt Sveindís Jane áfram að vera eina ógn íslenska liðsins fram á við. Það var vel mætt á LaugardalsvöllinnVísir/Anton Brink Jutta Rantala bætti síðan við öðru marki Finnlands þegar 66 mínútur voru liðnar. Katariina Kosola fór ansi illa með Berglindi Rós Ágústsdóttur og renndi síðan boltanum fyrir markið á Juttu Rantala sem skoraði. Þetta var önnur stoðsending Kosola í leiknum. Tveimur mínútum síðar bætti Berglind Rós upp fyrir mistökin og minnkaði muninn í 1-2. Karólína Lea tók aukaspyrnu þar sem hún gaf boltann fyrir markið. Berglind gerði vel í að skalla boltann í slána og inn. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrsta mark ÍslandsVísir/Anton Brink Fleiri urðu mörkin þó ekki og niðurstaðan varð því 2-1 tap íslenska liðsins. Ísland heldur næst til Austurríkis þar sem liðið spilar við heimakonur þriðjudaginn 18. júlí klukkan 17:45. Það verður áhugavert að fylgjast með hvort Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, muni gera breytingar á upplegginu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti