Andri Lucas með sigurmarkið í Óðinsvé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 19:05 Leikmenn Lyngby fagna. Twitter@LyngbyBoldklub Íslendingalið Lyngby fer frá Óðinsvé með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lyngby er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. Andri Lucas Guðjohnsne skoraði það sem reyndist sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Andri Lucas og Kolbeinn Birgir Finnsson voru einu Íslendingarnir í byrjunarliði Lyngby að þessu sinni en Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, ákvað að geyma Sævar Atla Magnússon á bekknum framan af leik. Þá var Gylfi Þór Sigurðsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Tochi Chukwuani kom gestunum yfir á 35. mínútu leiksins eftir undirbúning miðvarðarins Magnus Jensen. Var það eina mark fyrri hálfleiks en það voru aðeins fimm mínútur liðnar af þeim síðari þegar Andri Lucas tvöfaldaði forystu gestanna eftir sendingu frá Chukwuani. Var þetta sjötta mark hans í síðustu sex leikjum. Andri Lucas er á láni frá sænska liðinu Norrköping en virðist kunna einkar vel við sig í Danmörku. Hinn ungi Tobias Slotsager minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar klukkustund var liðin af leiknum. Átta mínútum síðar kom Sævar Atli inn af bekknum fyrir Lyngby og hjálpaði liðinu að sigla stigunum þremur heim. Lyngby er í 6. sæti með 15 stig að loknum 10 leikjum. Danski boltinn Fótbolti
Íslendingalið Lyngby fer frá Óðinsvé með þrjú stig í pokanum eftir 2-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Lyngby er nú ósigrað í síðustu fjórum leikjum sínum. Andri Lucas Guðjohnsne skoraði það sem reyndist sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks. Andri Lucas og Kolbeinn Birgir Finnsson voru einu Íslendingarnir í byrjunarliði Lyngby að þessu sinni en Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, ákvað að geyma Sævar Atla Magnússon á bekknum framan af leik. Þá var Gylfi Þór Sigurðsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Tochi Chukwuani kom gestunum yfir á 35. mínútu leiksins eftir undirbúning miðvarðarins Magnus Jensen. Var það eina mark fyrri hálfleiks en það voru aðeins fimm mínútur liðnar af þeim síðari þegar Andri Lucas tvöfaldaði forystu gestanna eftir sendingu frá Chukwuani. Var þetta sjötta mark hans í síðustu sex leikjum. Andri Lucas er á láni frá sænska liðinu Norrköping en virðist kunna einkar vel við sig í Danmörku. Hinn ungi Tobias Slotsager minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar klukkustund var liðin af leiknum. Átta mínútum síðar kom Sævar Atli inn af bekknum fyrir Lyngby og hjálpaði liðinu að sigla stigunum þremur heim. Lyngby er í 6. sæti með 15 stig að loknum 10 leikjum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti