Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Vísis skrifar 27. október 2023 20:50 Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Vísir / Hulda Margrét Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti