„Svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2023 21:37 Glódís Perla bar fyrirliðabandið og var valin maður leiksins. Hér sést hún hrifsa boltann af markaskoraranum Amalie Vangsgaard. Vísir / Hulda Margrét Íslenska landsliðið mátti þola sárt og svekkjandi 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildar kvenna. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins og maður leiksins að mati álitsgjafa Vísis, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti