Hætti mínútum eftir að hafa komið Tékkum á EM og Íslandi í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 07:30 Jaroslav Silhavy kom Tékkum á EM en mun samt ekki stýra liðinu þar. Getty/Mateusz Slodkowski Tékkar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöldi og það ætti að vera rík ástæða þar á bæ til að fagna þessum góða árangri. Þjálfari tékkneska liðsins ákvað hins vegar að hætta með liðið strax eftir leik. Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira
Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Sjá meira