Umfjöllun: Ísland - Kína 30-23 | Stelpurnar tryggðu sig áfram í úrslitaleik Forsetabikarsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. desember 2023 18:24 Thea Imami Sturludóttir átti þrumuskot lengst utan af velli sem kveikti vel í íslenska liðinu á lokasprettinum. EPA-EFE/Beate Oma Dahle NORWAY OUT Ísland vann sjö marka sigur, 30-23, á Kína í lokaleik I-riðils Forsetabikarsins á HM kvenna í handbolta. Íslenska liðið fer þar af leiðandi ósigrað upp úr riðlinum og keppir úrslitaleik Forsetabikarsins við Kongó næstkomandi miðvikudag. Þéttur varnarleikur en lengi af stað í sókninni Eins og í flestum leikjum sínum á mótinu var íslenska liðið lengi af stað sóknarlega og fyrstu mínútur leiksins voru heldur hægar. Zhuang Hongyan braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en eftir það fundu Kínverjarnir fáar glufur á þéttum varnarmúr íslenska liðsins. Góður varnarleikur gaf Íslandi fína forystu og þegar tuttugu mínútur voru liðnar höfðu Kínverjar aðeins skorað fimm mörk. En þá slokknaði skyndilega á vörninni, Kína skoraði snögglega þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark. Nýttu mannamismuninn vel Meiri hraði og spenna færðist í leikinn eftir það en þá braut Gong Lei harkalega á Díönu Dögg í einni sókn Íslands og var í kjölfarið gefið beint rautt spjald. Ísland nýtti sér brottvísunina vel og breikkaði bilið aftur en þegar Kína endurheimti sjöunda manninn jafnaðist leikurinn. Það reyndist íslenska liðinu afar erfitt að hrista þær kínversku af sér þrátt fyrir að vera augljóslega betra liðið á vellinum og aðeins tveimur mörkum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks. Gerðu leikinn spennandi en gátu ekki haldið út Kína byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í eitt mark, Ísland náði mest upp þriggja marka forystu en tók aldrei almennilega fram úr og þær kínversku fylgdu fast eftir. Þeim tókst svo loksins að jafna, 21-21, þegar tíu mínútur voru eftir, en voru alveg sprungnar eftir að hafa elt allan leikinn og áttu erfiðar lokamínútur. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, blés strax til leikhlés þegar staðan varð jöfn. Hann lagði sínu liði línurnar og blés eldmóði í þær fyrir lokasprettinn. Það heppnaðist heldur betur, Thea Imami setti tóninn með þrumuskoti strax eftir leikhlé og Ísland tók í kjölfarið 9-2 hlaup á Kína og sigldi sigrinum að endingu örugglega heim. Afhverju vann Ísland? Betra liðið á vellinum, svo einfalt er það. Þær kínversku stóðu vel í þeim og héldu leiknum spennandi lengst af en þegar orkan var búin undir lokin og liðin þurftu að reiða sig á gæði leikmanna kom fljótt í ljós hvort liðið bæri sigur úr býtum. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imami og Sandra Erlingsdóttir stigu upp og skoruðu mikilvæg mörk þegar Ísland þurfti mest á þeim að halda. Elín Rósa Magnúsdóttir á svo allt hrós skilið fyrir sína innkomu í stað Andreu Jacobsen sem var ekki með liðinu í dag. Elín átti frábæran leik og var valin maður leiksins að honum loknum. Hvað gekk illa? Ísland hefði getað gengið frá þessum leik mun fyrr en þær gerðu. Í stað þess að taka völdin þegar tækifærin gáfust átti íslenska liðið það til að stíga niður á getustig andstæðinganna og leyfa þeim að stjórna tempóinu í leiknum. Hvað gerist næst? Ísland mætir Kongó í úrslitaleik um Forsetabikar mótsins (25.sæti) næsta miðvikudag klukkan 19:30. Það yrði fyrsti titill íslensks kvennalandsliðs í handbolta síðan keppt var utanhúss á Norðurlandamóti árið 1964. Kína mætir Síle fyrr um daginn í leik upp á 27. sæti mótsins. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Ísland vann sjö marka sigur, 30-23, á Kína í lokaleik I-riðils Forsetabikarsins á HM kvenna í handbolta. Íslenska liðið fer þar af leiðandi ósigrað upp úr riðlinum og keppir úrslitaleik Forsetabikarsins við Kongó næstkomandi miðvikudag. Þéttur varnarleikur en lengi af stað í sókninni Eins og í flestum leikjum sínum á mótinu var íslenska liðið lengi af stað sóknarlega og fyrstu mínútur leiksins voru heldur hægar. Zhuang Hongyan braut ísinn og skoraði fyrsta mark leiksins en eftir það fundu Kínverjarnir fáar glufur á þéttum varnarmúr íslenska liðsins. Góður varnarleikur gaf Íslandi fína forystu og þegar tuttugu mínútur voru liðnar höfðu Kínverjar aðeins skorað fimm mörk. En þá slokknaði skyndilega á vörninni, Kína skoraði snögglega þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark. Nýttu mannamismuninn vel Meiri hraði og spenna færðist í leikinn eftir það en þá braut Gong Lei harkalega á Díönu Dögg í einni sókn Íslands og var í kjölfarið gefið beint rautt spjald. Ísland nýtti sér brottvísunina vel og breikkaði bilið aftur en þegar Kína endurheimti sjöunda manninn jafnaðist leikurinn. Það reyndist íslenska liðinu afar erfitt að hrista þær kínversku af sér þrátt fyrir að vera augljóslega betra liðið á vellinum og aðeins tveimur mörkum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks. Gerðu leikinn spennandi en gátu ekki haldið út Kína byrjaði seinni hálfleikinn vel og minnkaði muninn í eitt mark, Ísland náði mest upp þriggja marka forystu en tók aldrei almennilega fram úr og þær kínversku fylgdu fast eftir. Þeim tókst svo loksins að jafna, 21-21, þegar tíu mínútur voru eftir, en voru alveg sprungnar eftir að hafa elt allan leikinn og áttu erfiðar lokamínútur. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, blés strax til leikhlés þegar staðan varð jöfn. Hann lagði sínu liði línurnar og blés eldmóði í þær fyrir lokasprettinn. Það heppnaðist heldur betur, Thea Imami setti tóninn með þrumuskoti strax eftir leikhlé og Ísland tók í kjölfarið 9-2 hlaup á Kína og sigldi sigrinum að endingu örugglega heim. Afhverju vann Ísland? Betra liðið á vellinum, svo einfalt er það. Þær kínversku stóðu vel í þeim og héldu leiknum spennandi lengst af en þegar orkan var búin undir lokin og liðin þurftu að reiða sig á gæði leikmanna kom fljótt í ljós hvort liðið bæri sigur úr býtum. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imami og Sandra Erlingsdóttir stigu upp og skoruðu mikilvæg mörk þegar Ísland þurfti mest á þeim að halda. Elín Rósa Magnúsdóttir á svo allt hrós skilið fyrir sína innkomu í stað Andreu Jacobsen sem var ekki með liðinu í dag. Elín átti frábæran leik og var valin maður leiksins að honum loknum. Hvað gekk illa? Ísland hefði getað gengið frá þessum leik mun fyrr en þær gerðu. Í stað þess að taka völdin þegar tækifærin gáfust átti íslenska liðið það til að stíga niður á getustig andstæðinganna og leyfa þeim að stjórna tempóinu í leiknum. Hvað gerist næst? Ísland mætir Kongó í úrslitaleik um Forsetabikar mótsins (25.sæti) næsta miðvikudag klukkan 19:30. Það yrði fyrsti titill íslensks kvennalandsliðs í handbolta síðan keppt var utanhúss á Norðurlandamóti árið 1964. Kína mætir Síle fyrr um daginn í leik upp á 27. sæti mótsins.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti