„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 19:13 Snorri Steinn þungur á brún á meðan leik stóð. Vísir/Vilhelm „Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti