Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Ísland mætir Ísrael í Ungverjalandi 21. mars. vísir/hulda margrét Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42