Umfjöllun: Grikkland - Ísland 25-32 | Aftur öruggt gegn Grikkjum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. mars 2024 19:00 Elvar Örn Jónsson var markahæstur með 7 mörk. Stiven Tober spilaði bara seinni hálfleik en skoraði 4. Vísir/Hulda Margrét Ísland vann öruggan sjö marka sigur, 32-25, gegn Grikklandi ytra. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk. Þetta var annar vináttuleikur þjóðanna á tveimur dögum. Næsti keppnisleikur Íslands verður í byrjun maí í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Öruggur sigur líkt og í leik gærdagsins en Grikkirnir héldu vel í íslenska liðið til að byrja með. Þeir spiluðu fínan bolta en sóknirnar einsleitar, allar keyrðar í gegnum miðjumanninn Savvas Savvas sem leitaði að gegnumbroti eða út til vinstri á hornamanninn snögga Christos Kederis. Liðin skiptu mörkunum jafnt milli sín fyrstu fimmtán mínúturnar, 8-8, þá tók íslenska liðið forystu sem Grikkirnir endurheimtu aldrei. Hálfleikstölur 17-11. Snorri Steinn keyrði að mestu á óbreyttu liði í fyrri hálfleiknum. Ómar Ingi spilaði hverja einustu mínútu í fyrri hálfleik. Óðinn Þór spilaði allar nema tvær þegar hann fékk brottvísun. Elliði Snær fékk höfuðhögg í síðustu sókn Íslands og fór af velli rétt fyrir hálfleikslok. Hann kom svo út í seinni hálfleikinn með sárabindi um höfuðið. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk skoruð, enda spilaði hann nær allan leikinn. Margar breytingar í hálfleik eins og búast mátti við í æfingaleik. Björgvin Páll kom inn í markið fyrir Ágúst Elí og stóð sig með prýði, sjö varin skot, Ágúst varði fimm í fyrri hálfleik. Hornamennirnir Sigvaldi Björn og Stiven Tobar stigu á gólf í stað Óðins Þórs og Orra Freys, bróðurleg hálfleiksskipting. Óðinn Þór kom reyndar inn undir lokin og tók víti, en klikkaði. Stiven spilaði vel og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu við sögu seint í seinni hálfleik. Benedikt gaf eina stoðsendingu og Arnór fiskaði víti en hvorugum tókst að skora. Arnór fékk reyndar gullið tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skora glæsimark, Benedikt gaf sirkussendingu út í horn á Stiven sem framlengdi á Arnór en hann klikkaði. Ekki kom það að nokkurri sök, öruggur sigur Íslands löngu kominn í hús og fínt veganesti fyrir umspilið. Þessir tveir æfingaleikir voru að sjálfsögðu undirbúningur fyrir umspilsleikinn gegn Eistlandi/Úkraínu. Eistland og Úkraína mætast í forkeppni fyrir HM umspilið í mars og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta Íslandi í HM umspilinu. Fyrri leikurinn verður á Íslandi 8. eða 9. maí og seinni leikurinn ytra 11. eða 12. maí. Landslið karla í handbolta
Ísland vann öruggan sjö marka sigur, 32-25, gegn Grikklandi ytra. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk. Þetta var annar vináttuleikur þjóðanna á tveimur dögum. Næsti keppnisleikur Íslands verður í byrjun maí í umspili fyrir heimsmeistaramótið. Öruggur sigur líkt og í leik gærdagsins en Grikkirnir héldu vel í íslenska liðið til að byrja með. Þeir spiluðu fínan bolta en sóknirnar einsleitar, allar keyrðar í gegnum miðjumanninn Savvas Savvas sem leitaði að gegnumbroti eða út til vinstri á hornamanninn snögga Christos Kederis. Liðin skiptu mörkunum jafnt milli sín fyrstu fimmtán mínúturnar, 8-8, þá tók íslenska liðið forystu sem Grikkirnir endurheimtu aldrei. Hálfleikstölur 17-11. Snorri Steinn keyrði að mestu á óbreyttu liði í fyrri hálfleiknum. Ómar Ingi spilaði hverja einustu mínútu í fyrri hálfleik. Óðinn Þór spilaði allar nema tvær þegar hann fékk brottvísun. Elliði Snær fékk höfuðhögg í síðustu sókn Íslands og fór af velli rétt fyrir hálfleikslok. Hann kom svo út í seinni hálfleikinn með sárabindi um höfuðið. Elvar Örn Jónsson varð markahæstur með sjö mörk skoruð, enda spilaði hann nær allan leikinn. Margar breytingar í hálfleik eins og búast mátti við í æfingaleik. Björgvin Páll kom inn í markið fyrir Ágúst Elí og stóð sig með prýði, sjö varin skot, Ágúst varði fimm í fyrri hálfleik. Hornamennirnir Sigvaldi Björn og Stiven Tobar stigu á gólf í stað Óðins Þórs og Orra Freys, bróðurleg hálfleiksskipting. Óðinn Þór kom reyndar inn undir lokin og tók víti, en klikkaði. Stiven spilaði vel og skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik. Bræðurnir Arnór Snær og Benedikt Gunnar Óskarssynir komu við sögu seint í seinni hálfleik. Benedikt gaf eina stoðsendingu og Arnór fiskaði víti en hvorugum tókst að skora. Arnór fékk reyndar gullið tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skora glæsimark, Benedikt gaf sirkussendingu út í horn á Stiven sem framlengdi á Arnór en hann klikkaði. Ekki kom það að nokkurri sök, öruggur sigur Íslands löngu kominn í hús og fínt veganesti fyrir umspilið. Þessir tveir æfingaleikir voru að sjálfsögðu undirbúningur fyrir umspilsleikinn gegn Eistlandi/Úkraínu. Eistland og Úkraína mætast í forkeppni fyrir HM umspilið í mars og mun sigurvegarinn úr því einvígi mæta Íslandi í HM umspilinu. Fyrri leikurinn verður á Íslandi 8. eða 9. maí og seinni leikurinn ytra 11. eða 12. maí.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti