Árið sem Hildur festi sig í sessi Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 12:00 Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir Saga íslensku landsliðskonunnar í fótbolta, Hildar Antonsdóttur, er ansi sérstök hvað íslenska landsliðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fastamaður í íslenska landsliðinu. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri landslið Íslands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjórtánda A-landsleik. Hildur hafði aðeins spilað tvo A-landsleiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, ákvað að kalla hana inn í landsliðshópinn fyrir landsliðsverkefni Íslands fyrir akkúrat ári síðan. Klippa: Mjög mikill heiður og ótrúlega gaman „Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ótrúlega gaman,“ segir Hildur um þá staðreynd að hún sé nú loksins orðin fastamaður í íslenska landsliðinu á tuttugasta og níunda aldursári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í landsliðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geðveikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammistaða.“ Framundan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýskalands á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viðureign. „Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýskalandi með svipaðri frammistöðu.“ Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úrslit? „Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í návígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila einhvern fínan fótbolta. Ýta þeim aðeins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“ Hvernig meturðu möguleikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóðverjunum? „Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúrulega nýlega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda áfram að bæta okkar leik á móti þeim.“ Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tapleik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfstrausts í þetta verkefni. „Já það er staðan og úrslitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara áfram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga möguleika á því að sækja góð úrslit á móti Þýskalandi.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti