Hafi ekki séð styrkleika sína nægilega vel Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2024 09:30 Andri Lucas verður lengur hjá Lyngby heldur en var fyrst áætlað. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið Mynd: Lyngby Boldklub Eftir löng samtöl er íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Andri Lucas Guðjohnsen loksins orðinn leikmaður Lyngby að fullu. Hann segir vangaveltur um framtíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyngby sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Danmerkur. Hann kveður því sænska félagið IFK Norrköping að fullu og finnst sínir styrkleikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar. „Maður er búinn að vera spila vel. Sjálfstraustið er alveg upp á tíu. Það er frábært að vera hér og ég er ofboðslega ánægður með að félagið skyldi hafa náð að klára þessi mál með Norrköping,“ segir Andri Lucas í samtali við Vísi. Andri Lucas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Lyngby þar sem að hann hefur spilað undanfarna mánuði á láni frá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping. Andri Lucas er ánægður með að hafa skrifað undir samning til lengri tíma við danska félagið. „Þetta samtal hefur verið í gangi í lengri tíma núna, bæði milli félaganna tveggja sem og milli mín og forráðamanna Norrköping. Þetta hefur verið langt samtal en Lyngby vildi allan tímann klára þetta af. Vildi í rauninni kaupa mig alveg frá því að ég kom fyrst til félagsins á láni. Ég vissi allan tímann af þeim áhuga og er ánægður með að þetta sé frágengið núna.“ Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Hafði ekki truflandi áhrif En á meðan á þessu samtali stóð þurfti Andri Lucas að einbeita sér að sinni frammistöðu innan vallar. Höfðu þessar vangaveltur um framtíð hans truflandi áhrif á þig? „Nei alls ekki truflandi. Maður vissi að þetta myndi reddast. Svo er ég með umboðsmann sem vann í þessum málum fyrir mig. Það var engin pressa sem ég fann fyrir frá Lyngby til dæmis. Forráðamenn félagsins vildu bara fyrst og fremst bjóða mér upp á þannig aðstæður að ég væri að njóta þess að spila fótbolta. Spila vel og hjálpa liðinu. Eins og staðan er núna erum við að berjast eins og við getum í því að halda okkur uppi í efstu deild. Þeir gerðu ofboðslega vel í því að leyfa mér að einbeita mér að því verkefni.“ Andri Lucas Guðjohnsen fagnar einu marka sinna með Lyngby Vísir/Getty Stemningin góð þrátt fyrir allt sem gengið hefur á Og hjá Lyngby líður Andra vel. „Ég hef verið að spila vel. Það var einnig frábært fyrir mig að þegar að ég kem fyrst til félagsins þá er Freyr (Alexandersson) þjálfari hér. Þrátt fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað með þjálfarastöðu liðsins þá hefur grunnurinn samt alltaf verið eins einhvern veginn. Maður hefur alltaf fundið fyrir traustinu. Að maður sé lykilleikmaður í liðinu.“ Það hefur gengið mikið á hjá Lyngby síðan að Freyr var keyptur frá félaginu til belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Magne Hoseth var ráðinn þjálfari liðsins en entist ekki lengi í starfi og ekki er ýkja langt síðan að Daninn David Nielsen tók við þjálfarastöðunni hjá liðinu, í annað sinn á sínum ferli. „Þetta hefur verið öðruvísi. Auðvitað er alltaf best að hafa bara sama þjálfarann út tímabilið. Svona gerist bara stundum í fótboltanum. Maður þarf bara að sætta sig við það. Auðvitað var það frábært þegar að Freyr var hérna og það var mikill skriðþungi með okkur á þeim tíma. Stemmingin í hópnum, þrátt fyrir allt það sem gengið hefur á, er enn frábær. Það enginn vafi á því í hugum okkar að við ætlum að halda sæti okkar í efstu deild. Við höfum allir fulla trú á núverandi þjálfara liðsins og hann á okkur.“ David Nielsen tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby eftir að Magne Hoseth var látinn taka poka sinnVísir/Getty Lyngby rær lífróður í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir og hefur Nielsen komið vel inn í hlutina að mati Andra Lucasar sem er bjartsýnn fyrir hönd Lyngby það sem eftir lifir tímabils. „Hann kom inn ofboðslega vel finnst mér. Þekkir deildina og félagið vel. Var hérna fyrir einhverjum árum og gerði þá frábæra hluti. Hann þekkir þetta alveg og þá er kannski léttara fyrir hann og okkur sem leikmenn að það sé þjálfari að koma inn sem þekkir það að vinna leiki í dönsku deildinni. Hann er búinn að vera geggjaður. Heldur okkur alltaf á tánum, sama hvort um er að ræða á æfingum eða í leikjum. Ég er persónulega bara mjög ánægður með hann. Við erum með nógu gott lið. Nógu góðan hóp til þess að spila vel og sækja í fullt af stig þessa síðustu leiki okkar á tímabilinu. Það liggur enginn vafi á því innan hópsins hvort við séum að fara halda okkur uppi. Við erum allir á leið í sömu átt. Að halda sæti okkar í efstu deild.“ Aldrei neitt hundrað prósent í boltanum Andri Lucas gekk í raðir IFK Norrköping frá Real Madrid sumarið 2022. En hjá sænska liðinu voru tækifærin af skornum skammti en þó tók þátt í 33 leikjum með liði félagsins. En nú þegar að tíminn hjá IFK Norrköping er í baksýnisspeglinum. Hvernig horfirðu til baka á þann tíma? „Norrköping spilaði bara með einn senter. Það var fyrirliði liðsins sem spilaði í þeirri stöðu nánast alla leiki, þegar að hann var heill. Það var erfitt að berjast um stöðuna við hann. Svo kom maður líka stundum inn á sem kantmaður. Maður náði einhvern veginn ekki að sýna hversu góður leikmaður maður er í raun og veru.“ Andri Lucas í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Vísir/Getty „Það er allt öðruvísi að vera núna kominn á stað þar sem að er vitað upp á hár hvað maður kemur með að borðinu. Hvað maður getur gefið liðinu. Hverjir styrkleikar manns eru. Mér líður eins og þeir hafi ekki séð það nægilega vel þeir hjá Norrköping. Þá fékk maður ekki þann spilatíma sem maður vildi. Maður lærir hins vegar mikið á því að hafa þurft að sitja á bekknum líka. Þá einbeitir maður sér að ákveðnum þáttum sem er hægt að bæta, setur metnaðinn í aðra hluti sem skipta líka máli.“ En sér Andri Lucas eftir því að hafa skipt yfir til Norrköping á sínum tíma? „Nei. Það er aldrei neitt hundrað prósent í fótboltanum. Lið geta sagt við þig að hlutirnir verði svona og hinsegin. Að maður sé að fara spila og allt frábært en á endanum gerist það ekki. Maður reyndi bara að taka svolítið það jákvæða úr þessu. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið til Norrköping. Auðvitað fór það ekki eins og ég vildi en það er eins og það er. Maður lærir af því líka. Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
„Maður er búinn að vera spila vel. Sjálfstraustið er alveg upp á tíu. Það er frábært að vera hér og ég er ofboðslega ánægður með að félagið skyldi hafa náð að klára þessi mál með Norrköping,“ segir Andri Lucas í samtali við Vísi. Andri Lucas skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Lyngby þar sem að hann hefur spilað undanfarna mánuði á láni frá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping. Andri Lucas er ánægður með að hafa skrifað undir samning til lengri tíma við danska félagið. „Þetta samtal hefur verið í gangi í lengri tíma núna, bæði milli félaganna tveggja sem og milli mín og forráðamanna Norrköping. Þetta hefur verið langt samtal en Lyngby vildi allan tímann klára þetta af. Vildi í rauninni kaupa mig alveg frá því að ég kom fyrst til félagsins á láni. Ég vissi allan tímann af þeim áhuga og er ánægður með að þetta sé frágengið núna.“ Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Hafði ekki truflandi áhrif En á meðan á þessu samtali stóð þurfti Andri Lucas að einbeita sér að sinni frammistöðu innan vallar. Höfðu þessar vangaveltur um framtíð hans truflandi áhrif á þig? „Nei alls ekki truflandi. Maður vissi að þetta myndi reddast. Svo er ég með umboðsmann sem vann í þessum málum fyrir mig. Það var engin pressa sem ég fann fyrir frá Lyngby til dæmis. Forráðamenn félagsins vildu bara fyrst og fremst bjóða mér upp á þannig aðstæður að ég væri að njóta þess að spila fótbolta. Spila vel og hjálpa liðinu. Eins og staðan er núna erum við að berjast eins og við getum í því að halda okkur uppi í efstu deild. Þeir gerðu ofboðslega vel í því að leyfa mér að einbeita mér að því verkefni.“ Andri Lucas Guðjohnsen fagnar einu marka sinna með Lyngby Vísir/Getty Stemningin góð þrátt fyrir allt sem gengið hefur á Og hjá Lyngby líður Andra vel. „Ég hef verið að spila vel. Það var einnig frábært fyrir mig að þegar að ég kem fyrst til félagsins þá er Freyr (Alexandersson) þjálfari hér. Þrátt fyrir þær breytingar sem hafa átt sér stað með þjálfarastöðu liðsins þá hefur grunnurinn samt alltaf verið eins einhvern veginn. Maður hefur alltaf fundið fyrir traustinu. Að maður sé lykilleikmaður í liðinu.“ Það hefur gengið mikið á hjá Lyngby síðan að Freyr var keyptur frá félaginu til belgíska úrvalsdeildarfélagsins KV Kortrijk. Magne Hoseth var ráðinn þjálfari liðsins en entist ekki lengi í starfi og ekki er ýkja langt síðan að Daninn David Nielsen tók við þjálfarastöðunni hjá liðinu, í annað sinn á sínum ferli. „Þetta hefur verið öðruvísi. Auðvitað er alltaf best að hafa bara sama þjálfarann út tímabilið. Svona gerist bara stundum í fótboltanum. Maður þarf bara að sætta sig við það. Auðvitað var það frábært þegar að Freyr var hérna og það var mikill skriðþungi með okkur á þeim tíma. Stemmingin í hópnum, þrátt fyrir allt það sem gengið hefur á, er enn frábær. Það enginn vafi á því í hugum okkar að við ætlum að halda sæti okkar í efstu deild. Við höfum allir fulla trú á núverandi þjálfara liðsins og hann á okkur.“ David Nielsen tók við stjórnartaumunum hjá Lyngby eftir að Magne Hoseth var látinn taka poka sinnVísir/Getty Lyngby rær lífróður í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir og hefur Nielsen komið vel inn í hlutina að mati Andra Lucasar sem er bjartsýnn fyrir hönd Lyngby það sem eftir lifir tímabils. „Hann kom inn ofboðslega vel finnst mér. Þekkir deildina og félagið vel. Var hérna fyrir einhverjum árum og gerði þá frábæra hluti. Hann þekkir þetta alveg og þá er kannski léttara fyrir hann og okkur sem leikmenn að það sé þjálfari að koma inn sem þekkir það að vinna leiki í dönsku deildinni. Hann er búinn að vera geggjaður. Heldur okkur alltaf á tánum, sama hvort um er að ræða á æfingum eða í leikjum. Ég er persónulega bara mjög ánægður með hann. Við erum með nógu gott lið. Nógu góðan hóp til þess að spila vel og sækja í fullt af stig þessa síðustu leiki okkar á tímabilinu. Það liggur enginn vafi á því innan hópsins hvort við séum að fara halda okkur uppi. Við erum allir á leið í sömu átt. Að halda sæti okkar í efstu deild.“ Aldrei neitt hundrað prósent í boltanum Andri Lucas gekk í raðir IFK Norrköping frá Real Madrid sumarið 2022. En hjá sænska liðinu voru tækifærin af skornum skammti en þó tók þátt í 33 leikjum með liði félagsins. En nú þegar að tíminn hjá IFK Norrköping er í baksýnisspeglinum. Hvernig horfirðu til baka á þann tíma? „Norrköping spilaði bara með einn senter. Það var fyrirliði liðsins sem spilaði í þeirri stöðu nánast alla leiki, þegar að hann var heill. Það var erfitt að berjast um stöðuna við hann. Svo kom maður líka stundum inn á sem kantmaður. Maður náði einhvern veginn ekki að sýna hversu góður leikmaður maður er í raun og veru.“ Andri Lucas í leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Vísir/Getty „Það er allt öðruvísi að vera núna kominn á stað þar sem að er vitað upp á hár hvað maður kemur með að borðinu. Hvað maður getur gefið liðinu. Hverjir styrkleikar manns eru. Mér líður eins og þeir hafi ekki séð það nægilega vel þeir hjá Norrköping. Þá fékk maður ekki þann spilatíma sem maður vildi. Maður lærir hins vegar mikið á því að hafa þurft að sitja á bekknum líka. Þá einbeitir maður sér að ákveðnum þáttum sem er hægt að bæta, setur metnaðinn í aðra hluti sem skipta líka máli.“ En sér Andri Lucas eftir því að hafa skipt yfir til Norrköping á sínum tíma? „Nei. Það er aldrei neitt hundrað prósent í fótboltanum. Lið geta sagt við þig að hlutirnir verði svona og hinsegin. Að maður sé að fara spila og allt frábært en á endanum gerist það ekki. Maður reyndi bara að taka svolítið það jákvæða úr þessu. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið til Norrköping. Auðvitað fór það ekki eins og ég vildi en það er eins og það er. Maður lærir af því líka.
Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti