Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 14:01 Southgate á HM í Katar 2022. Marc Atkins/Getty Images Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið. Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62). EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira
Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62).
Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Sjá meira