Sýndu Kolbeini hve góður hann hefur verið: „Er með marga vini í kringum sig“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 22:17 Hareide segir að Kolbeinn Finnsson hafi verið minntur á hve vel hann stóð sig gegn Tyrkjum og Englendingum. Getty/Ahmad Mora Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að bakvörðurinn Kolbeinn Finnsson hafi fengið góðan stuðning frá reyndum liðsfélögum eftir að hafa átt slæman dag í leiknum við Wales í Þjóðadeildinni á föstudaginn. Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í seinni leik landsleikjagluggans, vonandi á morgun en það veltur á stöðunni á Laugardalsvelli á leikdegi og er mögulegt að leiknum verði frestað. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á föstudaginn en lenti 2-0 undir í fyrri hálfleik og átti Kolbeinn sérstaklega erfitt uppdráttar. Í umfjöllun á Stöð 2 Sport eftir leikinn sagði Kári Árnason að Kolbeinn hefði sýnt af sér mikinn „sofandahátt“ í báðum mörkum Wales. Hareide kippti Kolbeini af velli eftir fyrri hálfleikinn, sem og Willum Willumssyni, og setti Loga Tómasson og Mikael Egil Ellertsson inn á. Logi stal senunni og bjó til bæði mörk Íslands, og ljóst að hann byrjar gegn Tyrkjum í kvöld. Hareide sagði á blaðamannafundi í dag að Kolbeinn myndi þó ekki láta leikinn gegn Wales sitja í sér heldur læra af honum. „Ég talaði við Kolbein einan um þetta og ég talaði líka við allt liðið. Við sýndum Kolbeini góða hluti sem hann gerði í Tyrklandi og gegn Englandi á Wembley. Svona lagað gerist stundum hjá leikmönnum. Fótbolti er leikur mistaka. Hver einasta manneskja gerir mistök. Kolbeinn er góður leikmaður, lærir af þessu og kemur til baka sterkari,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta er ekkert vandamál. Hinir leikmennirnir sýndu honum stuðning eftir leikinn. Við erum með marga reynda leikmenn sem töluðu við hann. Hann veit alveg að hann er ekki einn heldur með marga vini í kringum sig.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti