Hannes: Líður ekki vel í svona leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2014 22:43 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli." EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, sagði að það hafi verið markmiðið að vinna Lettland í kvöld með öllum tiltækum ráðum. Það tókst en strákarnir unnu sannfærandi 3-0 sigur. „Ég er mjög ánægður með að hafa haldið hreinu og það er alltaf ljúft að halda hreinu þó svo að það hafi ekki verið mikið að gera hjá mér í þessum tveimur leikjum,“ sagði Hannes við Vísi eftir leikinn í kvöld en Ísland er með markatöluna 6-0 eftir fyrstu tvo leiki riðlsins. Hannes fagnaði Ara Frey Skúlasyni mjög eftir að sá síðarnefndi bjargaði á línu í stöðunni 2-0. „Þetta var eina skiptið sem þeir þjörmuðu eitthvað að okkur og hann bjargaði liðinu þarna. Ég held að við hefðum lent í basli ef þeim hefði tekst að skora gegn okkur þá.“ Hann segir að Ísland hafi verið betra liðið í kvöld. „Þeirra leikaðferð var auðvitað hundleiðinleg en maður verður að bera virðingu fyrir því. Þetta eru hins vegar stórhættulegir leikir og manni líður ekki vel með að standa þarna aftast og horfa bara á lengst af. Maður veit aldrei hvað getur gerst þegar svona lið sækja allt í einu hratt fram.“ „Það var mikil fagmennska að klára leikinn 3-0 eins og þetta hefði getað þróast í kvöld.“ Hannes sagði að hugarfar leikmanna hafi verið afar gott í vikunni. „Við ætluðum okkur að vinna þennan leik með öllum tiltækum ráðum og það tókst.“ „Nú er gaman að mæta Hollandi. Við getum leyft okkur að njóta augnabliksins gegn Hollandi þó svo að við stefnum auðvitað að því að vinna þann leik. Það verður erfitt enda Holland með eitt besta landslið heims og frábæra einstaklinga í sínum röðum.“ „Við höfum ekkert spáð í þeim leik en nú hefst sú vinna og við förum að skoða hvernig við getum lagt Hollendingana að velli."
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04 Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29 Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30 Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53 Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43 Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Aron Einar: Við höldum okkur á jörðinni Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sagði að það hafi vissulega verið ljúft að skora sitt fyrsta mark fyrir Ísland. 10. október 2014 22:04
Pahars: Ekkert gekk hjá Íslandi fyrir rauða spjaldið Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, vildi ekki afsaka slaka frammistöðu síns liðs en sagði ákvarðanir dómarans afdrifaríkar. 10. október 2014 21:29
Gylfi: Vildi klára leikinn Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi á bragðið í 3-0 sigrinum í Riga í kvöld en hann varð þó fyrir meiðslum snemma leiks. 10. október 2014 22:30
Heimir: Förum rólegir í Hollandsleikinn Landsliðsþjálfarinn segir liðið heppið að hafa ekki misst menn í meiðsli í kvöld. 10. október 2014 21:53
Ragnar: Svona lagað endar alltaf með marki Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að eiga við vel skipulagðan varnarleik Lettlands. 10. október 2014 21:43
Íslenska landsliðið á toppi riðilsins eftir 3-0 sigur í Lettlandi Íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið annan leik í undankeppni stórmóts eftir sigur í þeim fyrsta. 10. október 2014 17:30