Hinn 49 ára gamli Hopkins laminn í klessu í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 11:45 Vísir/Getty Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir) Box Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Bernard Hopkins (49 ára að verða 50 ára) er elsti handhafi heimsmeistaratitils í boxi en í nótt missti hann tvo heimsmeistaratitla í léttþungavigt til Sergej Kovalev í beinni á Stöð 2 Sport. Sergej Kovalev er átján árum yngri en Hopkins og vann einróma sigur en gamli karlinn hélt þó út í tólf lotur. Kovalev lamdi Hopkins niður í fyrstu lotu og fór illa með andstæðinginn sinn sérstaklega í tólftu og síðustu lotunni sem má sjá hér fyrir neðan. Kovalev hefur ekki tapað í hringnum og 23 af 26 bardögum hans hafa endað með rothöggi. Eftir sigurinn í nótt er hann nú handhafi þriggja heimsmeistaratitla í léttþungavigt. Rússinn tók IBF og WBA titlana af Hopkins og var handhafi WBO-titilsins. „Ég vildi sýna aðdáendum mínum að ég kynni að voxa og ég gerði það," sagði Sergej Kovalev eftir bardagann. „Ég reyndi að rota hann í tólftu lotunni en hann varðist frábærlega. Hann er besti boxarinn í mínum flokki," bætti Kovalev við. Kovalev náði 38 höggum á Hopkins í lokalotunni sem má eins og áður sagði sjá hér fyrir neðan. Bernard Hopkins, sem er algjör goðsögn í boxheiminum, er í mögnuðu formi þrátt fyrir að vera að detta í fimmtugt strax eftir áramótin. Hopkins átti þó engin svör í nótt og þetta er líklega síðasti bardaginn hans á ferlinum. Hopkins var dæmdur í fangelsi 17 ára gamall og lærði að boxa í steinunum. Hann kom út fimm árum síðar og fór fljótlega að berjast í hringnum. Árið 2009 varð hann fyrsti boxarinn til að vinna beltin hjá öllum stóru samböndunum, IBF, WBA, WBO og WBC. Hopkins bætti tvisvar sinnum metið yfir elsta heimsmeistaranna, fyrst þegar hann var 46 ára árið 2011 og svo aftur tveimur árum síðar.Tólfta og síðasta lotan í bardaga Kovalev og Hopkins í nótt. (Henry Birgir Gunnarsson lýsir)
Box Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik