Sagna: Ísland veitti Englandi lexíu í reisn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2016 17:15 Bacary Sagna ræðir við fréttamenn. Vísir/AFP Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Bacary Sagna, bakvörður Manchester City og franska landsliðsins, var ánægður með að Ísland hafði betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. Ísland og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum keppninnar á Stade de France í Saint-Denis, rétt utan París, annað kvöld. Sigurvegarinn mætir sigurvegaranum úr viðureign Þýskalands og Ítalíu í Marseille á fimmtudag. Patrice Evra, félagi Sagna í frönsku varnarlínunni, sagði við franska blaðamenn í fyrradag að það hefði farið í taugarnar á honum þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands, þegar okkar mönnum tókst að slá England úr leik. Sjá einnig: Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Sagna tók í svipaðan streng þegar hann ræddi við franska blaðamenn í gær.Ánægður fyrir hönd Íslands „Ég hélt að England myndi vinna leikinn vegna þess að þetta er ungt og hæfileikaríkt lið,“ sagði Sagna. „Ég er vanur því að spila gegn þessum leikmönnum. En að sama skapi var ég ánægður fyrir hönd Íslands því liðið veitti því enska lexíu í reisn.“ „Af hverju fór England ekki áfram? Ég veit það ekki. Það er allt hægt í fótbolta. En miðað við það sem ég sá þá átti Ísland skilið að fara áfram.“ „Það er ekki bara einn leikmaður gerir gæfumuninn fyrir þá. Allt liðið mun skapa okkur vanda. Ég held að mörg félög muni gera atlögu að því að fá leikmenn íslenska liðsins því þeir hafa sýnt að þeir geta spilað vel.“Ekki hægt að vanmeta Ísland „Margir segja að árangur Íslands sé það sem hafi komið mest á óvart. Ísland er svolítið líkt Leicester en Íslendingar eiga fyllilega skilið að vera hér og sýndu í undankeppninni að þeir geta unnið góð lið. Íslendingar unnu Hollendinga tvívegis, unnu Tékka og unnu sinn riðil,“ sagði Sagna en hið rétta er að Ísland lenti í öðru sæti í sínum riðli. „Ísland er gott lið og það er ekki hægt að vanmeta liðið.“ Hann segir að Frakkland muni nú gera allt sem í valdi þess stendur til að fara ekki sömu leið og England. „Við höfum fengið okkar viðvörun.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29 Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00 Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55 Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00 Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Sálfræðingur hjá Leicester við Ísland: Hættið að láta ykkur dreyma "Að láta sig dreyma tekur úr manni kraft og einbeitingu. Ísland ætti að gleyma öllu tali um Leicester.“ 30. júní 2016 17:29
Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úrslitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. 30. júní 2016 07:00
Aron: Ekki að reyna að vera eins og Leicester "Við erum bara Ísland. Það er okkar einkenni.“ 2. júlí 2016 16:55
Deschamps: Ísland meira en bara löng innköst Löngu innköstin hans Arons Einars Gunnarssonar eru orðin fræg eftir að þau hafa skilað tveimur mörkum fyrir Ísland á EM. 2. júlí 2016 11:00
Evra: Fór í taugarnar á mér þegar fólk gerði lítið úr afreki Íslands Patrice Evra hefur beðið franska liðið um að vakna til lífsins. Það sé gríðarlega mikilvægur leikur við Ísland fram undan. 30. júní 2016 14:55
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti