Íslendingarnir vaktir upp fyrir allar aldir og réttur flugmiði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júlí 2016 17:45 Katrín Tanja, Sara Sigmunds og Annie Mist eru á meðal glæsilegra fulltrúa Íslands á leikunum. vísir/daníel Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna. CrossFit Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
Keppni í einstaklingsflokki á heimsleikunum í Crossfit er hafin. Keppendur voru ræstir út klukkan hálf fjögur að staðartíma í nótt, haldið var um borð í flugvél áleiðis til Aromas frá LAX flugvellinum í Los Angeles. Meðal keppenda eru íslensku stelpurnar Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir sem allar eru taldar líklegar til afreka. Sömu sögu er að segja um Björgvin Karl Guðmundsson sem vann bronsverðlaun í karlaflokki í fyrra.Uppfært: Keppni er lokið í fyrstu greininni, sjö kílómetra víðavangshlaupi. Katrín Tanja hafnaði í fjórða sæti í kvennaflokki og Björgvin varð sjöundi í karlaflokki. Upptöku frá hlaupinu má sjá að neðan. Engin bein útsending verður á YouTube frá keppnisdeginum í dag en stundum detta inn beinar útsendingar á Facebook-síðu CrossFit Games. Til stendur að sýna samantektarmyndband frá deginum í dag, á morgun.Á Twitter-síðu Crossfit Games má fá upplýsingar um útsendingar og einstakar greinar.Tweets by CrossFitGames Björgvin Karl hirti bronsið.mynd/snorri björnssonKeppt verður í fyrstu tveimur greinunum í dag á „Búgarðinum“ (e. The Ranch) sem er sögulegur staður í huga leikanna en þar var fyrst keppt árið 2007 og áfram bæði árin 2008 og 2009.Að neðan má sjá myndband af því þegar keppendur gerðu sig klára í slaginn í ferðalagið og var tilkynnt að þeir væru á leiðinni í flug. Hver og einn fékk að taka einn poka með sér. Viðbrögðin voru misjöfn og velti fólk ýmsu fyrir sér, meðal annars hvort taka þyrfti vegabréfið með eða ekki. Höfðu sumir á orði að óvænt útspil skipuleggjenda hentaði reynslumeiri þátttakendum betur því þau væru vanari skyndilegum breytingum frá fyrri keppnum.Að neðan má sjá keppendurna þegar þeir komu úr flugvélinni í San José.Keppendur mættu svo á Búgarðinn þar sem farið var yfir reglurnar fyrir fyrstu tvær þrautirnar.Að neðan má sjá skýringu á fyrstu keppnisgreininni þar sem hlaupnir eru sjö kílómetrar en brautin er langt í frá bein og greið. Í framhaldinu verður keppt í réttstöðulyftu á tíma þar sem þyngdirnar aukast stöðugt. Í hvorri grein eru 100 stig í boði. Sem fyrr segir verður aðeins hægt að fylgjast með keppni í dag endrum og sinnum á Facebook-síðu leikanna.
CrossFit Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik