Hjörtur skoraði í sjö marka toppslag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:55 Hjörtur Hermannsson er verðandi danskur meistari Vísir/getty Hjörtur Hermannsson setti mark á Rúnar Alex Rúnarsson þegar þeir mættust í Íslendingaslag í toppbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikur Nordsjælland og Bröndby var heldur betur fjörugur og voru skoruð sjö mörk. Gestirnir og meistaraefnin í Bröndby skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru komnir í 2-0 eftir 24. mínútur. Mathias Jensen svaraði með marki fyrir Nordsjælland á 35. mínútu en Kevin Mensah skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan 1-3 þegar gengið var til búningsherbergja. Jensen var aftur á ferðinni fyrir Nordsjælland í upphafi seinni hálfleiks er hann lagði upp mark fyrir Mini á 52. mínútu. Hjörtur bætti við fjórða marki Bröndby á 77. mínútu og fór langt með að tryggja Bröndby sigurinn. Jensen gafst þó ekki upp og lagði aftur upp mark, í þetta skipti fyrir nafna sinn Ulrik Jenssen á 85. mínútu. Það dugði hins vegar ekki til, Bröndby fór með 3-4 sigur. Þegar fjórar umferðir eru eftir af úrslitariðli deildarinnar er Bröndby á toppnum fimm stigum á undan Midtjylland. Fótbolti á Norðurlöndum
Hjörtur Hermannsson setti mark á Rúnar Alex Rúnarsson þegar þeir mættust í Íslendingaslag í toppbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikur Nordsjælland og Bröndby var heldur betur fjörugur og voru skoruð sjö mörk. Gestirnir og meistaraefnin í Bröndby skoruðu fyrstu tvö mörkin og voru komnir í 2-0 eftir 24. mínútur. Mathias Jensen svaraði með marki fyrir Nordsjælland á 35. mínútu en Kevin Mensah skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan 1-3 þegar gengið var til búningsherbergja. Jensen var aftur á ferðinni fyrir Nordsjælland í upphafi seinni hálfleiks er hann lagði upp mark fyrir Mini á 52. mínútu. Hjörtur bætti við fjórða marki Bröndby á 77. mínútu og fór langt með að tryggja Bröndby sigurinn. Jensen gafst þó ekki upp og lagði aftur upp mark, í þetta skipti fyrir nafna sinn Ulrik Jenssen á 85. mínútu. Það dugði hins vegar ekki til, Bröndby fór með 3-4 sigur. Þegar fjórar umferðir eru eftir af úrslitariðli deildarinnar er Bröndby á toppnum fimm stigum á undan Midtjylland.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti