Sex marka leikur á Emirates Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. september 2018 21:00 Aubameyang skoraði tvö mörk í kvöld vísir/getty Arsenal vann öruggan sigur á Vorskla í Evrópudeild UEFA í kvöld. Vorskla frá Úkraínu hafði ekki spilað í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í tæpan áratug þegar liðið mætti á Emirates völlinn í kvöld. Liðið var ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og mætti ofjarli sínum í kvöld. Arsenal var með mikla yfirburði inni á vellinum og skoruðu fyrsta markið á 32. mínútu. Það gerði Pierre-Emerick Aubameyang eftir vel útfærða skyndisókn Arsenal. Staðan var 1-0 í hálfleik og gátu gestirnir nokkuð vel við unað. Danny Welbeck tvöfaldaði forystu Arsenal strax í upphafi seinni hálfleiks og Aubameyang bætti við sínu öðru marki stuttu seinna. Mesut Özil skoraði fjórða mark Arsenal á 74. mínút og mjög öruggur sigur heimamanna gulltryggður. Gestirnir náðu þó að skora mark, fyrirliðinn Volodymyr Chesnakov gerði það með góðu skoti upp úr klafsi eftir aukaspyrnu. Þeir voru aldrei líklegir til þess að komast neitt nær en með síðustu snertingu leiksins náði Vyacheslav Sharpar að skora annað mark fyrir gestina. Lokatölur 4-2 og þrátt fyrir að sigurinn hafi verið öruggur hjá Arsenal eru þeir líklega ekki sáttir með að hafa fengið á sig tvö mörk. Í Skotlandi vann Celtic 1-0 sigur á Valsbönunum í Rosenborg. Hannes Þór Halldórsson var á varamannabekknum þegar Qarabag tapaði fyrir Sporting í Portúgal. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Zürich sem vann útisigur á Larnaca frá Kýpur.Úrslit seinni leikja dagsins í Evrópudeildinni: Ludogorets – Bayer Leverkusen 2-3 AEK Larnaca – Zürich 0-1 Celtic – Rosenborg 1-0 Leipzig – Salzburg 2-3 Slavia Prag – Bordeaux 1-0 FC Kaupmannahöfn – Zenit 1-1 Dinamo Zagreb – Fenerbahce 4-1 Spartak Trnava – Anderlecht 1-0 Arsenal – Vorskla 4-2 Sporting – Qarbag 2-0 Olympiacos – Betis 0-0 Dudelange – AC milan 0-1 Evrópudeild UEFA
Arsenal vann öruggan sigur á Vorskla í Evrópudeild UEFA í kvöld. Vorskla frá Úkraínu hafði ekki spilað í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í tæpan áratug þegar liðið mætti á Emirates völlinn í kvöld. Liðið var ekki að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur og mætti ofjarli sínum í kvöld. Arsenal var með mikla yfirburði inni á vellinum og skoruðu fyrsta markið á 32. mínútu. Það gerði Pierre-Emerick Aubameyang eftir vel útfærða skyndisókn Arsenal. Staðan var 1-0 í hálfleik og gátu gestirnir nokkuð vel við unað. Danny Welbeck tvöfaldaði forystu Arsenal strax í upphafi seinni hálfleiks og Aubameyang bætti við sínu öðru marki stuttu seinna. Mesut Özil skoraði fjórða mark Arsenal á 74. mínút og mjög öruggur sigur heimamanna gulltryggður. Gestirnir náðu þó að skora mark, fyrirliðinn Volodymyr Chesnakov gerði það með góðu skoti upp úr klafsi eftir aukaspyrnu. Þeir voru aldrei líklegir til þess að komast neitt nær en með síðustu snertingu leiksins náði Vyacheslav Sharpar að skora annað mark fyrir gestina. Lokatölur 4-2 og þrátt fyrir að sigurinn hafi verið öruggur hjá Arsenal eru þeir líklega ekki sáttir með að hafa fengið á sig tvö mörk. Í Skotlandi vann Celtic 1-0 sigur á Valsbönunum í Rosenborg. Hannes Þór Halldórsson var á varamannabekknum þegar Qarabag tapaði fyrir Sporting í Portúgal. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn fyrir Zürich sem vann útisigur á Larnaca frá Kýpur.Úrslit seinni leikja dagsins í Evrópudeildinni: Ludogorets – Bayer Leverkusen 2-3 AEK Larnaca – Zürich 0-1 Celtic – Rosenborg 1-0 Leipzig – Salzburg 2-3 Slavia Prag – Bordeaux 1-0 FC Kaupmannahöfn – Zenit 1-1 Dinamo Zagreb – Fenerbahce 4-1 Spartak Trnava – Anderlecht 1-0 Arsenal – Vorskla 4-2 Sporting – Qarbag 2-0 Olympiacos – Betis 0-0 Dudelange – AC milan 0-1
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti