Umfjöllun: Ísland - Sviss 1-2 | Svekkjandi tap gegn Sviss Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. október 2018 21:30 Gylfi gengur svekktur af velli. Vísir/Vilhelm Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. Erik Hamrén gerði tvær breytingar á liðinu sem mætti Frökkum fyrir helgi. Hannes Þór kom í markið fyrir Rúnar Alex og Hörður Björgvin kom inn fyrir meiddan Birki Má Sævarsson. Varnarlínan var því skipuð fjórum miðvörðum. Smá bakvarðarkrísa. Það var skítakuldi og rigning á vellinum. Flestir leikmenn Sviss kuldalegir í síðermabolum á meðan nokkrir okkar manna voru í stutterma. Miðað við byrjun leiksins hefðu okkar menn átt að vera í síðerma líka. Þeir voru nefnilega að frjósa í upphafi leiks en þó reyndar enginn meira en Erik Hamrén sem maður hafði hreinlega áhyggjur af. Honum var heldur betur kalt.Slök byrjun Íslenska liðið sá varla hvernig boltinn leit út í upphafi leiks á meðan svissneska liðið lét hann rúlla fallega fram og til baka. Sem betur fer átti það eftir að breytast. Á 9. mínútu komst Gylfi Þór í skotfæri. Skotið ekki gott en það átti eftir að vekja íslenska liðið til lífsins. Strákarnir unnu sig hratt inn í leikinn í kjölfarið og fóru að halda boltanum af sama sjálfstrausti og þeir gerðu í Guingamp á dögunum. Hvorugt liðanna óð í færum en þau hálffæri sem komu voru aðallega í eigu Íslands. Gylfi átti fast skot eftir hálftíma leik og Arnór Ingvi var næstum búinn að komast í gott skallafæri innan teigs. Þetta var svolítið næstum því. Hinum megin hafði íslenska vörnin skellt í lás og Sviss fékk ekkert úr að moða. Íslenska liðið heilt yfir sterkari aðilinn í nokkuð tíðindalausum fyrri hálfleik sem endaði markalaus. Talsvert betra en í síðasta leik gegn Sviss.Strákarnir voru svo nálægt stigi.vísir/vilhelmAftur á hælunum í upphafi hálfleiks Rétt eins og í byrjun fyrri hálfleiks þá byrjaði seinni hálfleikurinn ekki vel. Svisslendingar miklu sterkari og voru að koma sér í færi. Ísinn brotnaði svo á 52. mínútu er Haris Seferovic skallaði boltann í netið. Hörður Björgvin ekki nógu nálægt og Seferovic náði föstum skalla í netið. Vörnin gaf verulega eftir framan af síðari hálfleik og Gavranovic hefði átt að skora á 59. mínútu er hann fékk besta færi leiksins. Blessunarlega hitti hann ekki markið. Á þessum kafla var íslenska vörnin á hælunum og voðinn vís. Annað markið kom á 67. mínútu er Michael Lang skoraði af stuttu færi. Þrír leikmenn Sviss að spila sín á milli og íslensku varnarmennirnir allir skrefi á eftir. Hörður Björgvin lét aftur taka sig í bólinu er Lang kláraði færið sitt.Hamrén var kalt á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelmAlfreð sprengir upp leikinn Vonlítil staða en okkar menn neituðu að gefast upp. Alfreð Finnbogason galopnaði leikinn með stórkostlegu marki á 81. mínútu. Vann boltann á miðjum vallarhelmingi Sviss og lét vaða af löngu færi. Boltinn söng í skeytunum. Langfallegasta mark Alfreðs fyrir landsliðið. Þetta mark virkaði eins og vítamínsprauta á íslenska liðið sem sótti af ógnarkrafti síðustu tíu mínútur leiksins. Ekki vantaði færin. Bjargað á línu og svo varði Mvogo vel. Markið lá í loftinu en það átti ekki að verða að okkar menn jöfnuðu. Það var eiginlega ótrúlegt að þeir skoruðu ekki á lokakaflanum.Einnig: Sjáðu mörkin úr leiknum Gríðarlega svekkjandi tap úr leik þar sem strákarnir unnu sér inn fyrir að minnsta kosti einu stigi. Værukærð í varnarleiknum kostaði sitt og þetta svissneska lið er það gott að það refsar ef menn sofa á verðinum.Skref í rétta átt Eðlilega gríðarleg bæting frá síðasta leik gegn Sviss. Viðhorfð leikmanna og vinnsla allt önnur. Annað jákvætt skref fram á við en uppskeran engin. Hamrén er að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og hann getur tekið með sér úr þessum leik að viðhorfið er eins og hann vildi hafa það. Hólmar hefur staðið sig vel í bakverðinum og Birkir mjög öflugur inn á miðsvæðinu. Albert átti spræka innkomu og liðið er í allt öðrum gæðaflokki með Gylfa, Alfreð og Jóhann inni á sama tíma. Þá er allt hægt og liðið má illa við því að vera án þeirra. Birkis Más var einnig sárt saknað að þessu sinni. Það verður áhugavert að sjá hvaða stefna verður tekin í lokaleik mótsins gen Belgíu. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57 Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Gylfi: Þurfum að vinna leiki aftur Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir að Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA. 15. október 2018 21:06 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30
Strákarnir okkar eru fallnir úr A-deild Þjóðadeildar UEFA eftir 1-2 tap gegn Sviss í kvöld. Það verður þó ekki tekið af okkar mönnum að þeir gáfu sig ekki fyrr en í fulla hnefana í kvöld. Erik Hamrén gerði tvær breytingar á liðinu sem mætti Frökkum fyrir helgi. Hannes Þór kom í markið fyrir Rúnar Alex og Hörður Björgvin kom inn fyrir meiddan Birki Má Sævarsson. Varnarlínan var því skipuð fjórum miðvörðum. Smá bakvarðarkrísa. Það var skítakuldi og rigning á vellinum. Flestir leikmenn Sviss kuldalegir í síðermabolum á meðan nokkrir okkar manna voru í stutterma. Miðað við byrjun leiksins hefðu okkar menn átt að vera í síðerma líka. Þeir voru nefnilega að frjósa í upphafi leiks en þó reyndar enginn meira en Erik Hamrén sem maður hafði hreinlega áhyggjur af. Honum var heldur betur kalt.Slök byrjun Íslenska liðið sá varla hvernig boltinn leit út í upphafi leiks á meðan svissneska liðið lét hann rúlla fallega fram og til baka. Sem betur fer átti það eftir að breytast. Á 9. mínútu komst Gylfi Þór í skotfæri. Skotið ekki gott en það átti eftir að vekja íslenska liðið til lífsins. Strákarnir unnu sig hratt inn í leikinn í kjölfarið og fóru að halda boltanum af sama sjálfstrausti og þeir gerðu í Guingamp á dögunum. Hvorugt liðanna óð í færum en þau hálffæri sem komu voru aðallega í eigu Íslands. Gylfi átti fast skot eftir hálftíma leik og Arnór Ingvi var næstum búinn að komast í gott skallafæri innan teigs. Þetta var svolítið næstum því. Hinum megin hafði íslenska vörnin skellt í lás og Sviss fékk ekkert úr að moða. Íslenska liðið heilt yfir sterkari aðilinn í nokkuð tíðindalausum fyrri hálfleik sem endaði markalaus. Talsvert betra en í síðasta leik gegn Sviss.Strákarnir voru svo nálægt stigi.vísir/vilhelmAftur á hælunum í upphafi hálfleiks Rétt eins og í byrjun fyrri hálfleiks þá byrjaði seinni hálfleikurinn ekki vel. Svisslendingar miklu sterkari og voru að koma sér í færi. Ísinn brotnaði svo á 52. mínútu er Haris Seferovic skallaði boltann í netið. Hörður Björgvin ekki nógu nálægt og Seferovic náði föstum skalla í netið. Vörnin gaf verulega eftir framan af síðari hálfleik og Gavranovic hefði átt að skora á 59. mínútu er hann fékk besta færi leiksins. Blessunarlega hitti hann ekki markið. Á þessum kafla var íslenska vörnin á hælunum og voðinn vís. Annað markið kom á 67. mínútu er Michael Lang skoraði af stuttu færi. Þrír leikmenn Sviss að spila sín á milli og íslensku varnarmennirnir allir skrefi á eftir. Hörður Björgvin lét aftur taka sig í bólinu er Lang kláraði færið sitt.Hamrén var kalt á hliðarlínunni í kvöld.vísir/vilhelmAlfreð sprengir upp leikinn Vonlítil staða en okkar menn neituðu að gefast upp. Alfreð Finnbogason galopnaði leikinn með stórkostlegu marki á 81. mínútu. Vann boltann á miðjum vallarhelmingi Sviss og lét vaða af löngu færi. Boltinn söng í skeytunum. Langfallegasta mark Alfreðs fyrir landsliðið. Þetta mark virkaði eins og vítamínsprauta á íslenska liðið sem sótti af ógnarkrafti síðustu tíu mínútur leiksins. Ekki vantaði færin. Bjargað á línu og svo varði Mvogo vel. Markið lá í loftinu en það átti ekki að verða að okkar menn jöfnuðu. Það var eiginlega ótrúlegt að þeir skoruðu ekki á lokakaflanum.Einnig: Sjáðu mörkin úr leiknum Gríðarlega svekkjandi tap úr leik þar sem strákarnir unnu sér inn fyrir að minnsta kosti einu stigi. Værukærð í varnarleiknum kostaði sitt og þetta svissneska lið er það gott að það refsar ef menn sofa á verðinum.Skref í rétta átt Eðlilega gríðarleg bæting frá síðasta leik gegn Sviss. Viðhorfð leikmanna og vinnsla allt önnur. Annað jákvætt skref fram á við en uppskeran engin. Hamrén er að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM og hann getur tekið með sér úr þessum leik að viðhorfið er eins og hann vildi hafa það. Hólmar hefur staðið sig vel í bakverðinum og Birkir mjög öflugur inn á miðsvæðinu. Albert átti spræka innkomu og liðið er í allt öðrum gæðaflokki með Gylfa, Alfreð og Jóhann inni á sama tíma. Þá er allt hægt og liðið má illa við því að vera án þeirra. Birkis Más var einnig sárt saknað að þessu sinni. Það verður áhugavert að sjá hvaða stefna verður tekin í lokaleik mótsins gen Belgíu.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46 Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14 Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57 Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Gylfi: Þurfum að vinna leiki aftur Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir að Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA. 15. október 2018 21:06 Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. 15. október 2018 20:46
Jóhann Berg: Við töpuðum og það er ekki nógu gott Jóhann Berg Guðmundsson var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 gegn Sviss í Þjóðadeildinni. Jóhann segir að mörkin sem Sviss skoraði séu eitthvað sem íslenska liðið eigi að geta komið í veg fyrir. 15. október 2018 21:14
Kári: Auðvitað mjög pirrandi Kári Árnason segir að Ísland hefði átt að jafna metin gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA í kvöld. 15. október 2018 20:57
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Gylfi: Þurfum að vinna leiki aftur Gylfi Þór Sigurðsson var svekktur í leikslok eftir að Ísland tapaði fyrir Sviss, 2-1, í Þjóðadeild UEFA. 15. október 2018 21:06
Hörður Björgvin: Fannst ég geta gert betur Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður Íslands, var ósáttur með að tapa gegn Sviss 2-1 í Þjóðadeildinni í kvöld. Hörður fannst hann geta gert betur í mörkunum sem Ísland fékk á sig. 15. október 2018 20:54
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti