Einkunnir Íslands: Kári maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2018 22:30 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn heimsmeisturum Frakklands á ú útivelli eftir að hafa leitt 2-0 lengi vel í leiknum. Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands en Frakkar náðu að svara með tveimur síðbúnum mörkum. Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu leikmanna Íslands. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska landsliðlsins.Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 8 Ótrúlega yfirvegaður á stóra sviðinu og varði frábærlega er á þurfti að halda. Hefði verið gaman að sjá hann spila allan leikinn.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 7 Minnti aftur á sig með kröftugri frammistöðu. Varðist vel, sótti fram á við og sterkur í teignum. Óheppinn að skora sjálfsmark.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Eins og ísjaki í vörn íslenska liðsins og margar sóknir Frakka strönduðu á honum. Líður greinilega vel að spila með Kár.Kári Árnason, miðvörður 9 (maður leiksins) Allt tal um að Kári sé að verða gamall og þurfi að stíga til hliðar þarf að hætta strax. Stórkostlegur í vörninni sem hann stýrði og skoraði geggjað mark.Birkir Már Sævarsson, vinstri bakvörður 7 MJög traustur á báðum endum og vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Yfirvegaður og flottur á miðjunni. Skoraði frábært mark og er venjulega mjög traustur er hann fær að leika inn á miðri miðjunni.Rúnar Már Sigurjónson, miðjumaður 7 Barðist vel og gaf ekki þumlung eftir. Stundum skrefi á eftir og braut klaufalega af sér. Gaf 100 prósent og engin virðing fyrir stjörnunum.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Gæði sem fyrr í öllu sem Gylfi gerir. Bjó til og kom sér í færi ásamt því að hlaupa eins og maraþonhlaupari.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 8 Allt annað líf að fá Jóhann aftur inn í liðið. Er ekki alveg það sama án hans. Mjög hættulegur og duglegur. Hélt bolta vel.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 7 Gaf sig allan í verkefnið og skilaði sínu þó svo ekki hafi hlutirnir alltaf gengið upp hjá honum.Alfreð Finnbogason, framherji 7 Fékk svo sem ekki úr miklu að moða en kom sér í stöður og hjálpaði vel til við uppspilið.Varamenn:Albert Guðmundsson 6 (kom inn á fyrir Alfreð á 46. mínútu) Sprækur á köflum og sýndi gæðin sem búa í honum.Hannes Þór Halldórsson 7 (kom inn á fyrir Rúnar Alex á 46. mínútu) Gat lítið gert við mörkunum og átti eina glæsilega vörslu.Kolbeinn Sigþórsson 6 (kom inn á fyrir Arnór á 59. mínútu) Fékk mínútur sem er mikilvægt en skortur á leikformi er augljós og eðlilegur.Guðlaugur Victor Pálsson - (kom inn á fyrir Jóhann Berg á 71. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Rúrik Gíslason - (kom inn á fyrir Gylfa á 80. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.Jón Guðni Fjóluson - (kom inn á fyrir Birki Má á 81. mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira