Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 15:00 Ragnar er ekki með en Sverrir er samt ekki öruggur í liðið. vísir/getty „Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
„Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48