Hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:30 Virgil van Dijk og Frenkie de Jong fagna og Matthijs de Ligt er ekki langt undan. Þessir þrír eru þegar komnir í hóp mest spennandi fótboltamanna heims í dag. Vísir/Getty Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira