Fékk gagnrýni frá Trump í fyrradag en skaut Bandaríkjunum í undanúrslitin í kvöld Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2019 20:45 Rapinoe fagnar marki í kvöld. vísir/getty Bandaríkin er komin í undanúrslitin á HM kvenna eftir 2-1 sigur á gestgjöfunum, Frökkum, er liðin mættust í París í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur af leiknum er fyrsta markið kom. Megan Rapinoe skoraði markið en aukaspyrna hennar fór í gegnum allan teiginn og í netið. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gagnrýndi Rapinoe eftir ummæli hennar í 16-liða úrslitunum og hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka í kvöld. Eftir frábæra sókn tvöfaldaði Rapinoe forystuna á 65. mínútu. Sending Alex Morgan var hnitmiðuð, beint á Rapinoe sem skilaði boltanum í netið. 2-0 og heimsmeistararnir í góðri stöðu. Frakkar fengu líflínu er Wendie Renard skoraði eftir glæsilega aukaspyrnu. Hún stangaði boltann í netið, hennar fjórða mark á mótinu, sem er ansi gott af varnarmanni. Heimsmeistararnir frá því 2015 eru því komnir í undanúrslitin en þar mæta þær Englandi.2 - Megan Rapinoe is the first player to score two or more goals in back-to-back Women's World Cup appearances since Marta in 2007. Double. #FIFAWWC#USA#FRAUSApic.twitter.com/bHY3VbMrcj — OptaJoe (@OptaJoe) June 28, 2019 HM 2019 í Frakklandi
Bandaríkin er komin í undanúrslitin á HM kvenna eftir 2-1 sigur á gestgjöfunum, Frökkum, er liðin mættust í París í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur af leiknum er fyrsta markið kom. Megan Rapinoe skoraði markið en aukaspyrna hennar fór í gegnum allan teiginn og í netið. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gagnrýndi Rapinoe eftir ummæli hennar í 16-liða úrslitunum og hún átti heldur betur eftir að láta til sín taka í kvöld. Eftir frábæra sókn tvöfaldaði Rapinoe forystuna á 65. mínútu. Sending Alex Morgan var hnitmiðuð, beint á Rapinoe sem skilaði boltanum í netið. 2-0 og heimsmeistararnir í góðri stöðu. Frakkar fengu líflínu er Wendie Renard skoraði eftir glæsilega aukaspyrnu. Hún stangaði boltann í netið, hennar fjórða mark á mótinu, sem er ansi gott af varnarmanni. Heimsmeistararnir frá því 2015 eru því komnir í undanúrslitin en þar mæta þær Englandi.2 - Megan Rapinoe is the first player to score two or more goals in back-to-back Women's World Cup appearances since Marta in 2007. Double. #FIFAWWC#USA#FRAUSApic.twitter.com/bHY3VbMrcj — OptaJoe (@OptaJoe) June 28, 2019
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti