Svíar slógu Kanada úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. júní 2019 21:00 vísir/getty Svíar mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum á HM kvenna eftir sigur á Kanada í 16-liða úrslitunum í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur í París í kvöld en á 55. mínútu skoraði Stina Blackstenius opnunarmark leiksins fyrir Svía. Markið kom úr fyrsta skoti leiksins sem rataði á markrammann. Kanadísku stúlkurnar fengu upplagt tækifæri til þess að jafna metin þegar þær fengu vítaspyrnu en Hedvig Lindahl varði frá Janine Beckie. Annars ógnaði kanadíska liðið lítið sem ekkert í leiknum og Svíar unnu að lokum 1-0 sigur. HM 2019 í Frakklandi
Svíar mæta Þjóðverjum í 8-liða úrslitum á HM kvenna eftir sigur á Kanada í 16-liða úrslitunum í kvöld. Fyrri hálfleikur var nokkuð bragðdaufur í París í kvöld en á 55. mínútu skoraði Stina Blackstenius opnunarmark leiksins fyrir Svía. Markið kom úr fyrsta skoti leiksins sem rataði á markrammann. Kanadísku stúlkurnar fengu upplagt tækifæri til þess að jafna metin þegar þær fengu vítaspyrnu en Hedvig Lindahl varði frá Janine Beckie. Annars ógnaði kanadíska liðið lítið sem ekkert í leiknum og Svíar unnu að lokum 1-0 sigur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti