Blikar gætu fengið sigur eða undanþágu til að komast til Noregs Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 11:58 Breiðablik leikur í forkeppni Evrópudeildar eftir að hafa orðið í 2. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra. VÍSIR/VILHELM Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi. Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Leikmenn Breiðabliks gætu þurft að fá undanþágu frá sóttvarnareglum í Noregi til að mæta þar liði Rosenborg. Fáist sú undanþága ekki gæti Blikum verið úrskurðaður sigur, 3-0. Breiðablik dróst í gær gegn Rosenborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Síðar í gær lagði landslæknisembættið í Noregi svo til að að Ísland yrði ásamt fleiri löndum sett á rauðan lista í Noregi, sem myndi þýða að íslenskir ferðamenn þyrftu að fara í tíu daga sóttkví við komu til Noregs. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, breytti tilhögun forkeppni Evrópudeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins og er því aðeins leikinn einn leikur í hverju einvígi, en ekki heima- og útileikur. Dregið var um hvort leikur Rosenborg og Breiðabliks færi fram í Noregi eða á Íslandi. Í sérstakri reglugerð vegna Evrópuleikja á tímum faraldursins setur UEFA ábyrgðina á að leikir geti farið fram í hendur heimaliðsins. Það er því á ábyrgð Rosenborg að tryggja að leikurinn við Breiðablik geti farið fram, og Blikar þurfa ekki að mæta fyrr til Noregs en tveimur dögum fyrir leikinn sem fram á að fara 27. ágúst. „Við teljum allar líkur á að leikurinn fari fram á Lerkendal [heimavelli Rosenborg],“ segir Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi. Leikið í öðru landi eða Blikum úrskurðaður sigur? Rosenborg gaf Lerkendal upp sem heimavöll fyrir leikinn í svari til UEFA, sem veita varð innan við sólarhring eftir dráttinn í gær. Sá möguleiki er til staðar að leikurinn verði færður á hlutlausan völl í landi utan Noregs, en ef leikurinn getur ekki farið fram verður Breiðabliki úrskurðaður 3-0 sigur og liðið kemst áfram í næstu umferð. „Við eigum símafund með forráðamönnum Rosenborg á morgun og viljum gefa þeim svigrúm til að skoða þessi mál. Við búum okkur undir að spila í Noregi,“ segir Sigurður. Fá 6,4 milljónir vegna ferðalags og verða að fara í próf UEFA veitir gestaliðum sérstakan styrk upp á 40.000 evrur, jafnvirði 6,4 milljóna króna, til að ferðast í leiki. Ekki veitir af en íslensku liðin (auk Breiðabliks eru það KR og Víkingur R.) þurfa að leigja sér flugvélar til að komast í sína Evrópuleiki. Blikar áætla að fljúga til Noregs 25. ágúst og heim aftur á leikdegi, tveimur sólarhringum síðar. Samkvæmt reglum UEFA þurfa allir sem ferðast í leikinn að fara í kórónuveirupróf áður en flogið er af stað. Miðað við núgildandi reglur þyrftu Blikar ekki að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands frá Noregi.
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Breiðablik Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56 Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Hér eru nýjar reglur KSÍ sem geta komið íslenska fótboltanum aftur af stað Knattspyrnusamband Íslands hefur nú opinberað þær reglur sem gefa sambandinu mögulega heimild til að hefja leik á Íslandsmótinu í knattspyrnu að nýju. 10. ágúst 2020 15:56
Félögin funda með ráðherra: Mikil synd ef við getum ekki haldið hér Evrópuleik FH-ingar hafa innan við 24 tíma til stefnu til að svara því hvort þeir geti tekið á móti slóvakíska liðinu Dunajská Streda í Evrópuleik 27. ágúst. Þeir funda með ráðherra íþróttamála í dag. 10. ágúst 2020 12:48
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti