Shakhtar örugglega í undanúrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2020 21:06 Shakhtar Donetsk átti greiða leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. getty/Bernd Thissen Shakhtar Donetsk vann öruggan sigur á Basel, 4-1, í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Gelsenkirchen. Shakhtar mætir Inter í undanúrslitunum á mánudaginn kemur. Leikið verður í Düsseldorf. Úkraínsku meistararnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn. Junior Moraes kom Shakhtar yfir með skalla eftir hornspyrnu Marlos strax á 2. mínútu. Taison tvöfaldaði forskotið á 22. mínútu. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Alan Patrick þriðja mark Shakhtar úr vítaspyrnu. Dodo skoraði svo fjórða markið eftir góða skyndisókn tveimur mínútum fyrir leikslok. Ricky van Wolfswinkel skoraði sárabótarmark fyrir Basel þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 4-1, Shakhtar í vil. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Evrópudeild UEFA
Shakhtar Donetsk vann öruggan sigur á Basel, 4-1, í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Gelsenkirchen. Shakhtar mætir Inter í undanúrslitunum á mánudaginn kemur. Leikið verður í Düsseldorf. Úkraínsku meistararnir voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn. Junior Moraes kom Shakhtar yfir með skalla eftir hornspyrnu Marlos strax á 2. mínútu. Taison tvöfaldaði forskotið á 22. mínútu. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Alan Patrick þriðja mark Shakhtar úr vítaspyrnu. Dodo skoraði svo fjórða markið eftir góða skyndisókn tveimur mínútum fyrir leikslok. Ricky van Wolfswinkel skoraði sárabótarmark fyrir Basel þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 4-1, Shakhtar í vil. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Köln 21. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti