Jafnt hjá Wolves og Gerrard í erfiðri stöðu Anton Ingi Leifsson skrifar 12. mars 2020 21:45 Gerrard á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty Wolves er í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Olympiakos á útivelli en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Grikklandi en heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald á 29. mínútu er Ruben Semedo fékk reisupassann. Staðan var þó markalaus í hálfleik. Það voru þó heimamenn sem komust yfir. Markið skoraði Youssef El Arabi á 54. mínútu en þrettán mínútum síðar jafnaði Pedro Neto metin og lokatölur 1-1. Í Skotlandi vann Bayer Leverkusen 3-1 sigur á Steven Gerrard og lærisveinum í Rangers. Kai Havertz kom Leverkusen yfir úr ódýrri vítaspyrnu á 37. mínútu og Charles Aranguiz tvöfaldaði forystuna hálftíma síðar. Heimamenn í Glasgow voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn á 75. mínútu með marki George Edmundson en Leon Bailey skoraði þriðja mark Leverkusen á 88. mínútu og gerði nánast út um einvígið. Shaktar Donetsk vann svo 2-1 sigur á Wolfsburg í Þýskalandi. Junior Moraes kom Shaktar yfir á 17. mínútu en John Anthony Brooks jafnaði á 48. mínútu. Í millitíðinni höfðu bæði lið brennt af vítaspyrnu. Sigurmarkið skoraði Marcus Bashia á 73. mínútu. Evrópudeild UEFA
Wolves er í ágætri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Olympiakos á útivelli en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikið var fyrir luktum dyrum í Grikklandi en heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald á 29. mínútu er Ruben Semedo fékk reisupassann. Staðan var þó markalaus í hálfleik. Það voru þó heimamenn sem komust yfir. Markið skoraði Youssef El Arabi á 54. mínútu en þrettán mínútum síðar jafnaði Pedro Neto metin og lokatölur 1-1. Í Skotlandi vann Bayer Leverkusen 3-1 sigur á Steven Gerrard og lærisveinum í Rangers. Kai Havertz kom Leverkusen yfir úr ódýrri vítaspyrnu á 37. mínútu og Charles Aranguiz tvöfaldaði forystuna hálftíma síðar. Heimamenn í Glasgow voru ekki af baki dottnir. Þeir minnkuðu muninn á 75. mínútu með marki George Edmundson en Leon Bailey skoraði þriðja mark Leverkusen á 88. mínútu og gerði nánast út um einvígið. Shaktar Donetsk vann svo 2-1 sigur á Wolfsburg í Þýskalandi. Junior Moraes kom Shaktar yfir á 17. mínútu en John Anthony Brooks jafnaði á 48. mínútu. Í millitíðinni höfðu bæði lið brennt af vítaspyrnu. Sigurmarkið skoraði Marcus Bashia á 73. mínútu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti