Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 22:30 Roberto Martínez verður með Kevin De Bruyne til taks gegn Íslandi annað kvöld. VÍSIR/GETTY Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00