Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 19:15 Elín Metta Jensen og stöllur hennar í íslenska landsliðinu eiga í harðri baráttu um sæti á EM. VÍSIR/GETTY Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn tekur út leikbann gegn Lettlandi eftir að hafa fengið rautt spjald í útileiknum gegn Lettum, í október á síðasta ári, fyrir of harkaleg mótmæli við dómara. Hann verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum mikilvæga við Svíþjóð, og fær aðstoð Þórðar Þórðarsonar þjálfara U19-landsliðsins í leikjunum. „Við erum sem betur fer með stórt og öflugt þjálfarateymi svo ég hef engar áhyggjur af því í sjálfu sér. Þórður kemur inn, þjálfari U19-landsliðsins, og við höfum auðvitað unnið náið saman að þessum landsliðum. Því miður eru liðin oft að spila á sama tíma svo að við höfum ekki áður unnið saman í verkefnum, eins og við hefðum viljað. Núna gefst kærkomið tækifæri til þess. Þórður þekkir hópinn og marga leikmenn sem hann hefur unnið með og mun nýtast okkur gríðarlega vel í þessu verkefni,“ segir Jón Þór, en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Vinkonurnar Sveindís Jane Jónsdóttir úr Breiðabliki og Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi, sem leikið hafa saman í U19-landsliðinu, eru nýliðar í landsliðshópnum. Hópur af spennandi og efnilegum leikmönnum „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa verið mjög öflugir í deildinni hér heima. Þær koma með kraft inn í hópinn en eru auðvitað nýliðar, hafa ekki verið með okkur áður. Karólína Lea [Vilhjálmsdóttir] og Cecilía [Rán Rúnarsdóttir] hafa einn leik hvor að baki, svo við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru virkilega spennandi og efnilegar,“ segir Jón Þór sem er ánægður með stöðuna á leikmannahópnum: „Það er lítið sem ekkert um meiðsli og það eru allir leikmenn tilbúnir í þetta verkefni. Þær hafa verið að spila mikið og spila vel, svo ég held að við séum í mjög góðum málum með hópinn á þessum tímapunkti.“ Ekkert nýtt í máli Cloé Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV, varð íslenskur ríkisborgari í júní 2019 en er ekki enn orðin gjaldgeng með íslenska landsliðinu: „Það hefur lítið gerst í hennar málum. Við erum að vinna í því með UEFA og FIFA og það hefur í raun ekkert gerst. Svarið er því það sama og venjulega. Hún er ekki lögleg með íslenska liðinu og þar af leiðandi ekki valin í þennan hóp.“ Klippa: Sportpakkinn - Kvennalandsliðið valið
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti