Gylfi: Danir voru miklu betri Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. október 2020 21:19 Gylfi í leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðju íslenska landsliðsins í 0-3 tapi gegn Danmörku í kvöld í Þjóðadeild Evrópu og var eðlilega svekktur í leikslok. „Já þetta er svekkjandi. Fyrstu tvö mörkin eru svekkjandi. Ef við tölum hreina íslensku þá voru þeir miklu betri,“ sagði Gylfi. Fyrsta mark Dana var umdeilt en Gylfi segir línuvörðinn hafa talið sig vera 100% vissan. „Við vörðumst ágætlega í fyrri hálfleik. Svekkjandi að fá á sig mark á þessum tímapunkti. Það var erfitt fyrir mig að sjá og örugglega erfiðara fyrir línuvörðinn en hann sagðist vera 100% viss. Danirnir voru mikið betri og ég held að þessi ákvörðun hafi ekki breytt öllu,“ sagði Gylfi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á versta mögulega hátt því Danir tvöfölduðu forystuna eftir nokkrar sekúndur og því fór allt sem rætt var í leikhléinu í vaskinn. „Við ætluðum áfram að vera þéttir til baka og nýta skyndisóknirnar enda í góðum möguleika á meðan við vorum bara 0-1 undir. Að fá á sig svona klaufalegt mark í byrjun síðari hálfleiks var ekki gott fyrir okkur. En ég sagði við strákana inn í klefa eftir leik að það er betra að þetta gerist núna en í nóvember,“ sagði Gylfi og vísaði þá til leiksins mikilvæga gegn Ungverjum í næsta mánuði. Gylfi spilaði allar mínúturnar í kvöld líkt og hann gerði gegn Rúmenum síðastliðinn fimmtudag og var spurður að því hvort möguleiki væri á að hann myndi spila gegn Belgum á miðvikudag. „Við ætlum aðeins að ræða það. Ég er búinn að spila nokkra leiki undanfarið. Ég spjalla við þjálfarana og við sjáum til hvernig ég verð í skrokknum í kvöld,“ segir Gylfi. Ísland varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Alfreð Finnbogason fór meiddur af velli og Aron Einar fór sömu leið í leikhléi. Kári Árnason og Jóhann Berg Guðmundsson voru svo auðvitað ekki með. „Auðvitað er erfitt að vera án þeirra. Það eru 13-14 leikmenn búnir að spila megnið af leikjunum okkar. Það er gott að nýir leikmenn eru að fá tækifæri. Við eigum eftir að bæta breiddina í hópnum. Það mun nýtast í framtíðinni,“ sagði jákvæður Gylfi að lokum. Klippa: Viðtal við Gylfa eftir Danaleik
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06 Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43 Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Hannes segir boltann ekki hafa verið inni „Nei, ég upplifði ekki að hann væri inni. Ég var mjög ánægður með að ná honum. Hann er hálfur inni. Marklínutækni hefði aldrei dæmt þetta mark,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, eftir tapleikinn í kvöld gegn Dönum. 11. október 2020 21:06
Einkunnir Íslands: Gulli Victor stóð upp úr á döpru kvöldi Karlalandslið Íslands reið ekki feitum hesti frekar en fyrri daginn frá viðureign sinni við Dani í Þjóðadeildinni í kvöld. Strákarnir okkar töpuðu 3-0 en um sjöunda tap Íslands í röð er að ræða í Þjóðadeildinni. 11. október 2020 20:43
Sjáðu draugamarkið hjá Dönum rétt fyrir hálfleik Íslenska landsliðið fékk á sig mjög klaufalegt mark á móti Dönum en boltinn fór samt líklega aldrei inn fyrir marklínuna. 11. október 2020 19:41