„Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 17:00 Starfsmaður Laugardalsvallar ber sand í völlinn í dag í undirbúningnum fyrir leikinn við Belga á miðvikudagskvöldið. Instagram/@laugardalsvollur Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira
Það hefur verið mikið álag á Laugardalsvellinum síðustu daga og það er einn leikur eftir enn sem fer fram á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugdalsvallar eru á fullu að vinna í vellinum milli leikja. Það var ekki mikið að gerast á Laugardalsvelli fram eftir sumri en það hefur verið spilað ört á vellinum að undanförnu. Athygli vakti þegar sett var vökvunarkerfi í Laugardalsvöllinn aðeins mánuði fyrir leikinn á móti Englandi og það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum hvar skurðirnir voru. Völlurinn hefur verið mjög laus í sér þar sem hann var grafinn upp í ágúst. Svona skemmdir mátti sjá á Laugardalsvelli á leik Íslands og Danmerkur í gær.vísir/vilhelm Nú hafa farið fram tveir landsleikir á vellinum á síðustu fimm dögum og Belgaleikurinn verður spilaður þar á miðvikudagskvöldið. Starfsmenn Laugardalsvallar sögðu frá ástandi vallarins í færslu á Instagram síðu vallarins. „Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum,“ segir í færslunni. „Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma,“ segir enn fremur. Völlurinn gæti samt farið illa á miðvikudagskvöldið því það er spáð rigningu fram eftir deginum og grasvöllurinn gæti verið mjög blautur og þungur þegar leikurinn fer fram. Hér fyrir neðan má sjá færsluna. View this post on Instagram Dagarnir eru langir þessa stundina. Völlurinn ekki eins góður og við viljum hafa hann og eyðum við okkar öllum stundum að gera hann betri og betri og eins góðan og við getum. Strákarnir eiga skilið að æfa og keppa við bestu aðstæður og það erum við að reyna gefa þeim á þessum erfiða árstíma. Næst eru það Belgar sem mæta í dalinn - áfram Ísland A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Oct 12, 2020 at 9:05am PDT
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Fleiri fréttir Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Sjá meira