Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Sindri Sverrisson skrifar 14. október 2020 21:10 Íslenska liðið fagnar marki Birkis Más Sævarssonar sem jafnaði metin í 1-1 í fyrri hálfleik gegn Belgum eftir mikinn sprett. VÍSIR/VILHELM Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. Tapið í kvöld og 1-0 sigur Danmerkur gegn Englandi þýðir að Ísland fellur úr A-deild. Liðið á eftir útileiki við England og Danmörku en Belgía er efst í riðlinum með 9 stig, og England og Danmörk hafa 7. Romelu Lukaku hefur reynst Íslendingum eins og svo mörgum öðrum erfiður, og þessi fílsterki framherji Inter átti stóran þátt í sigri Belga í kvöld. Strax á 9. mínútu kom hann þeim yfir þegar hann fékk boltann í teignum, hélt Hólmari Erni Eyjólfssyni vel frá sér og skoraði með föstu skoti framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni, sem fékk tækifæri í marki Íslands. Birkir Már gerði eins og í Pepsi Max deildinni Ísland var án margra fastamanna, líkt og reyndar Belgía, en stóð sig vel gegn efsta liði heimslistans. Enginn uppgjafartónn var í mönnum eftir markið og skömmu síðar var staðan orðin jöfn. Rúnar Már Sigurjónsson átti þá frábæra sendingu í gegnum vörn gestanna á Birki Má Sævarsson sem var á miklum spretti, og Birkir kláraði færið af mikilli yfirvegun gegn Simon Mignolet. Birkir skoraði gegn Stjörnunni, FH og Breiðabliki fyrir landsleikjahléið og því rökrétt að Valsarinn skoraði einnig gegn besta landsliði heims. Hann nýtti tækifærið vel og naut sín sem vængbakvörður í 3-5-2 kerfi sem Erik Hamrén ákvað að prófa í leiknum. Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson, sem var í stöðugu sambandi við Frey Alexandersson og Erik Hamrén í kvöld eins og sjá má.VÍSIR/VILHELM Hamrén og Freyr Alexandersson þurftu reyndar að fjarstýra íslenska liðinu úr sóttkví, en voru í glerbúri á Laugardalsvelli og gátu komið skilaboðum áleiðis til Arnars Þórs Viðarssonar og Davíðs Snorra Jónassonar sem voru á hliðarlínunni. Lukaku nældi í vítaspyrnu Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson voru í fremstu víglínu, og Albert gerði oft vel í að halda boltanum í fyrri hálfleiknum. Hann kom boltanum á Jón Daða Böðvarsson eftir hálftíma leik, eftir að Guðlaugur Victor Pálsson vann boltann, en skot Jóns Daða af vítateigslínunni fór beint á Mignolet. Það var ekkert sem benti sérstaklega til að Belgar væru að ná forystunni á nýjan leik þegar Lukaku fiskaði víti á 37. mínútu, en Hólmar renndi sér þá í hann í von um að verjast skoti. Lukaku nýtti vítið af öryggi. Birkir Bjarnason var fyrirliði Íslands í kvöld en meiddist í lok leiks.vísir/vilhelm Belgar spöruðu bensínið í seinni hálfleiknum en gáfu þó engin færi á sér. Hörður Björgvin Magnússon átti reyndar fína aukaspyrnu sem fór þó framhjá, og íslenska liðið fékk að halda boltanum mun meira en í fyrri hálfleiknum. Hins vegar kom lítið út úr því. Belgarnir höfðu svo góð tök á leiknum seinni hluta seinni hálfleiksins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á síðustu tíu mínúturnar og seint í uppbótartíma var hann nálægt því að koma skalla á markið eftir hornspyrnu, í kjölfar þess að Mignolet hafði lent í vandræðum með aðra hornspyrnu. Kolbeinn Sigþórsson reyndi að koma skalla á mark Belga rétt fyrir leikslok.vísir/vilhelm Þó að nú sé ljóst að íslenska liðið kveður A-deildina má liðið vera stolt af frammistöðunni í kvöld sem líklega var sú besta í fjórum erfiðum Þjóðadeildarleikjum gegn Belgum á síðustu tveimur árum. Þjóðadeild UEFA
Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. Tapið í kvöld og 1-0 sigur Danmerkur gegn Englandi þýðir að Ísland fellur úr A-deild. Liðið á eftir útileiki við England og Danmörku en Belgía er efst í riðlinum með 9 stig, og England og Danmörk hafa 7. Romelu Lukaku hefur reynst Íslendingum eins og svo mörgum öðrum erfiður, og þessi fílsterki framherji Inter átti stóran þátt í sigri Belga í kvöld. Strax á 9. mínútu kom hann þeim yfir þegar hann fékk boltann í teignum, hélt Hólmari Erni Eyjólfssyni vel frá sér og skoraði með föstu skoti framhjá Rúnari Alex Rúnarssyni, sem fékk tækifæri í marki Íslands. Birkir Már gerði eins og í Pepsi Max deildinni Ísland var án margra fastamanna, líkt og reyndar Belgía, en stóð sig vel gegn efsta liði heimslistans. Enginn uppgjafartónn var í mönnum eftir markið og skömmu síðar var staðan orðin jöfn. Rúnar Már Sigurjónsson átti þá frábæra sendingu í gegnum vörn gestanna á Birki Má Sævarsson sem var á miklum spretti, og Birkir kláraði færið af mikilli yfirvegun gegn Simon Mignolet. Birkir skoraði gegn Stjörnunni, FH og Breiðabliki fyrir landsleikjahléið og því rökrétt að Valsarinn skoraði einnig gegn besta landsliði heims. Hann nýtti tækifærið vel og naut sín sem vængbakvörður í 3-5-2 kerfi sem Erik Hamrén ákvað að prófa í leiknum. Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson, sem var í stöðugu sambandi við Frey Alexandersson og Erik Hamrén í kvöld eins og sjá má.VÍSIR/VILHELM Hamrén og Freyr Alexandersson þurftu reyndar að fjarstýra íslenska liðinu úr sóttkví, en voru í glerbúri á Laugardalsvelli og gátu komið skilaboðum áleiðis til Arnars Þórs Viðarssonar og Davíðs Snorra Jónassonar sem voru á hliðarlínunni. Lukaku nældi í vítaspyrnu Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson voru í fremstu víglínu, og Albert gerði oft vel í að halda boltanum í fyrri hálfleiknum. Hann kom boltanum á Jón Daða Böðvarsson eftir hálftíma leik, eftir að Guðlaugur Victor Pálsson vann boltann, en skot Jóns Daða af vítateigslínunni fór beint á Mignolet. Það var ekkert sem benti sérstaklega til að Belgar væru að ná forystunni á nýjan leik þegar Lukaku fiskaði víti á 37. mínútu, en Hólmar renndi sér þá í hann í von um að verjast skoti. Lukaku nýtti vítið af öryggi. Birkir Bjarnason var fyrirliði Íslands í kvöld en meiddist í lok leiks.vísir/vilhelm Belgar spöruðu bensínið í seinni hálfleiknum en gáfu þó engin færi á sér. Hörður Björgvin Magnússon átti reyndar fína aukaspyrnu sem fór þó framhjá, og íslenska liðið fékk að halda boltanum mun meira en í fyrri hálfleiknum. Hins vegar kom lítið út úr því. Belgarnir höfðu svo góð tök á leiknum seinni hluta seinni hálfleiksins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn á síðustu tíu mínúturnar og seint í uppbótartíma var hann nálægt því að koma skalla á markið eftir hornspyrnu, í kjölfar þess að Mignolet hafði lent í vandræðum með aðra hornspyrnu. Kolbeinn Sigþórsson reyndi að koma skalla á mark Belga rétt fyrir leikslok.vísir/vilhelm Þó að nú sé ljóst að íslenska liðið kveður A-deildina má liðið vera stolt af frammistöðunni í kvöld sem líklega var sú besta í fjórum erfiðum Þjóðadeildarleikjum gegn Belgum á síðustu tveimur árum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti