Bara Guðjohnsen feðgarnir og Kári Árna voru eldri en Birkir Már Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 09:30 Arnór Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru þrír af fjórum elstu markaskorurum íslenska landsliðsins frá upphafi. Samsett Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Það styttist í 36 ára afmælisdaginn hans Birkis Más Sævarssonar en Vindurinn sýndi það á móti toppliði heimslistans í gær að hann hefur ennþá mikið af gefa íslenska landsliðinu. Birkir Már var á skotskónum í 93. landsleiknum sínum og tók með því mikið stökk á einum lista. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands í 2-1 tapinu á móti Belgíu og náði hann þar að jafna leikinn. Romelu Lukaku tryggði Belgum hins vegar sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem var jafnfram hans annað mark í leiknum. Birkir Már Sævarsson var að skora sitt fyrsta landsliðsmark í rúm fjögur ár eða síðan hann skoraði á móti Liechtenstein 6. júní 2016. Þá var Birkir Már 31 árs, 6 mánaða og 26 daga og var fyrir leikinn í gær fjórtándi elsti markaskorari íslenska landsliðsins frá upphafi. Birkir hoppaði aftur á móti upp um tíu sæti á listanum með markinu sínu á móti Belgum í gær. Hann var 35 ára, 11 mánaða og 3 daga í gær. Klippa: Jöfnunarmark Birkis Más á móti Belgum Það eru aðeins þrír leikmenn sem hafa verið eldri þegar þeir skoruðu fyrir íslenska landsliðið en það eru feðgarnir Eiður Smári Guðjohnsen og Arnór Guðjohnsen og svo Kári Árnason. Eiður Smári Guðjohnsen sló met föður síns þegar hann skoraði sitt næstsíðasta landsliðsmark í 3-0 sigri út í Kasakstan í mars 2015. Arnór hafði sett það þegar hann skoraði í sínum síðasta landsleik í október 1997 en sá leikur var á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Metið var áður í eigu manna eins og Ríkharðs Jónssonar, Teits Þórðarsonar og Atla Eðvaldssonar. Líkt og með mörg önnur markamet íslenska landsliðsins þá átti Ríkharður Jónsson metið í margra áratugi. Eiður Smári átti síðan eftir að bæta metið um rúmt ár þegar hann skoraði í fyrrnefndum sigri á Liechtenstein rétt fyrir EM 2016 sem var um leið síðasti heimaleikur íslenska liðsins undir stjórn Lars Lagerbäck. Kári Árnason komst upp í þriðja sæti listans þegar hann skoraði síðast fyrir landsliðið í 2-2 jafntefli á móti heimsmeisturum Frakka 11. október 2018. Það er ljóst að Kári myndi bæta metið skori hann aftur fyrir íslenska landsliðið. Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Elstu markaskorarar íslenska landsliðsins frá upphafi: 1. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 8 mánaða og 22 daga (2016) 2. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 3. Kári Árnason 35 ára, 11 mánaða og 28 daga (2018) 4. Birkir Már Sævarsson 35 ára, 11 mánaða og 3 daga (2020) 5. Tryggvi Guðmundsson 33 ára, 7 mánaða og 16 daga (2008) 6. Atli Eðvaldsson 33 ára. 6 mánaða og 2 daga (1990) 7. Teitur Þórðarson 33 ára, 4 mánaða og 29 daga (1985) 8. Heiðar Helguson 33 ára, 1 mánaða og 20 daga (2010) 9. Eyjólfur Sverrisson 33 ára og 29 daga (2001) 10. Ragnar Sigurðsson 32 ára, 11 mánaða og 23 daga (2019)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira