„Þór og KA eru ekki að fara að sameinast“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2020 15:07 Úr leik með KA í Olís-deild karla í handbolta. vísir/bára Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
Ekki hefur komið til tals að sameina Þór og KA vegna ástandsins sem hefur skapast vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segja framkvæmdastjórar félaganna. Rætt var um málið við Geir Kristin Aðalsteinsson, formann Íþróttabandalags Akureyrar, í Sportinu í dag. Þótt sameining Þórs og KA sé ekki á borðinu er vilji fyrir því að fækka íþróttafélögum á Akureyri. Minni félögin innan ÍBA yrðu þá deildir innan Þórs og KA. „Mér finnst ekki tímabært að blanda þessu saman þegar við erum í miðjum stormi. En í íþróttastefnu bæjarins er talað um að hafa félögin stærri og færri. Það hefur verið umræða í bænum og hjá félögunum um sameiningu. En kannski var ekki nógu vel staðið að því og lítið út kom út úr því,“ sagði Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, í samtali við Vísi í dag. „Þór og KA eru ekki að fara að sameinast, heldur frekar að minni félögin gangi inn sem deildir í þau. Eða það verði sett regnhlífarsamtök yfir þessi minni félög, þar sem bókhald, fjármál og framkvæmdastjórn verði sett í einn pakka.“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, tekur í sama streng. „Þetta hefur ekki komið inn á borð til okkar, annað en það sem hefur verið í gangi í rúmt ár eða svo, að það er vilji í íþróttastefnu bæjarins að fækka félögunum á Akureyri. Þar var hugsað um að KA og Þór yrðu kjarnafélög sem minni félögin gætu stofnað deildir inn í,“ sagði Sævar. „Væntanlega er þessi umræða komin vegna erfiðs fjárhags. Menn velta mikið fyrir sér því hvort hægt sé að reka tvö handboltafélög á Akureyri. Fótboltinn ber alltaf tvö félög. Iðkendur eru það það margir. En við erum alveg tilbúnir að vera eina handboltaliðið í bænum ef menn vilja það,“ sagði Sævar léttur en KA og Þór áttu lengi í samstarfi í karlahandbolta en upp úr því slitnaði 2017. Þá hafa KA og Þór átt í samstarfi í fótbolta og handbolta kvenna undanfarin ár. Hvað minni félögin varðar er Hnefaleikafélag Akureyrar er orðin að deild innan Þórs og til tals kom að Fimleikafélag Akureyrar yrði deild innan KA. „Síðasta haust áttum við samtal við Fimleikafélag Akureyrar yrði hugsanlega deild innan KA en það náði ekki fram að ganga. Menn horfa frekar í þetta í dag, að búa til færri en stærri félög á Akureyri,“ sagði Sævar. Hann segir að Akureyri sé nógu stór fyrir nokkur stór félög. „Bæði KA og Þór eru með svo gríðarlega mikla sögu. Þetta eru svo gömul félög. Ég held að Akureyrarbær þoli alveg 2-3 stór félög. Þetta er það stór bær.“ En ef KA og Þór myndu sameinast, yrði reksturinn auðveldari? „Væntanlega yrði hann það því bænum myndi hugnast það að nýta mannvirkin öðruvísi. Stóra sameiningin peningalega yrði Þór og KA en félagslega sé ég ekkert vit í því,“ sagði Reimar að lokum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00 Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. 21. apríl 2020 21:00
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik