Burðarstólparnir í U-21 árs liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2021 11:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Vísir fór yfir fimm burðarstólpa í liðinu. Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Um er að ræða leikmenn sem hafa leikið mikið með landsliðinu að undanförnu og voru í lykilhlutverki í undankeppninni. Ísland endaði í 2. sæti í sínum riðli í undankeppninni. Íslenska liðið komst í lokakeppnina sem eitt þeirra liða sem var með bestan árangur liðanna í 2. sæti riðlanna í undankeppninni. Íslendingar unnu sex af níu leikjum sínum og töpuðu þremur. Íslandi var svo dæmdur 3-0 sigur í lokaleiknum gegn Armeníu. Willum Þór Willumsson, miðjumaður Willum Þór skorar í 3-0 sigri Íslands á Lúxemborg í fyrsta leik undankeppninnar.vísir/bára Lék alla níu leiki Íslands í undankeppninni og skoraði þrjú mörk. Hefur venjulega leikið vinstra megin á þriggja manna miðju með U-21 árs landsliðinu. Willum lék sinn fyrsta og eina A-landsleik gegn Eistlandi í janúar 2019. Eftir frábært tímabil með Breiðabliki 2018 þar sem hann var valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar keypti BATE Borisov Willum. Hann varð hvít-rússneskur bikarmeistari með liðinu í fyrra. Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Andersen, er einnig í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. Hann lék átta leiki og skoraði eitt mark í undankeppninni. Klippa: Mörk Willums Þórs með U-21 árs landsliðinu Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji Mark Sveins Arons úr vítaspyrnu tryggði Íslandi sigur á Írlandi í Víkinni.vísir/vilhelm Markahæsti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni með fimm mörk. Sveinn Aron skoraði meðal annars sigurmörk Íslands í heimaleikjunum gegn Írlandi og Svíþjóð. Þá skoraði hann einnig í 1-2 sigrinum á Írum á útivelli en með honum tryggðu Íslendingar sér EM-sætið. Sveinn Aron, sem er stór og sterkur framherji með öflugan vinstri fót, hefur alls leikið fimmtán leiki fyrir U-21 árs landsliðið og skorað sex mörk. Hann var valinn í fyrsta sinn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi síðasta haust en kom ekki við sögu í leiknum. Sveinn Aron er á láni hjá OB í Danmörku frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Spezia en hefur fengið fá tækifæri með OB í vetur. Sveinn Aron hefur einnig leikið með báðum Kópavogsliðunum, HK og Breiðabliki, Val og á láni hjá Ravenna á Ítalíu. Klippa: Mörk Sveins Arons með U-21 árs landsliðinu Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Jón Dagur hefur leikið fyrir íslenska landsliðið í öllum aldursflokkum, alls 47 leiki.vísir/vilhelm Líkt og Willum og Sveinn Aron er Jón Dagur fæddur 1998 og úr Kópavoginum. Fór ungur til Fulham en var lánaður til Vendsyssel tímabilið 2018-19. Hann gekk í raðir AGF 2019. Hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu og fengið lof fyrir frammistöðu sína. Landsliðsþjálfarasonurinn lék sjö af níu leikjum Íslands í undankeppni EM og skoraði tvö mörk. Jón Dagur hefur einnig verið með annan fótinn í A-landsliðinu og leikið sex leiki fyrir það og skorað eitt mark. Hann verður fyrirliði íslenska liðsins á EM. Klippa: Mörk Jóns Dags fyrir U-21 árs landsliðið Alex Þór Hauksson, miðjumaður Ísland - Lúxemborg, U21 karla, EM 21 riðlakeppni. Knattspyrna, fótbolti.Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Álftnesingurinn lék átta leiki í undankeppninni og er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur. Leikur jafnan aftastur á miðjunni og gegnir stóru hlutverki bæði í vörn og sókn. Alex var keyptur til sænska B-deildarliðsins Öster í vetur eftir að hafa verið lykilmaður hjá Stjörnunni í fjögur tímabil. Hefur leikið 72 leiki í efstu deild og varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018. Alex var fyrirliði Stjörnunnar í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs. Alex hefur leikið þrjá vináttulandsleiki með A-landsliðinu, einn árið 2019 og tvo 2020. Patrik Sigurður Gunnarsson, markvörður Patrik Sigurður Gunnarsson stendur milli stanganna hjá íslenska liðinu á EM.GETTY/HARRY MURPHY Lék átta af níu leikjum Íslands í undankeppninni og hélt marki sínu þrisvar sinnum hreinu. Patrik er uppalinn hjá Breiðabliki en fór ungur til Brentford á Englandi. Hann hefur leikið einn leik fyrir aðallið félagsins. Patrik er nú á láni hjá Silkeborg sem er í toppbaráttunni í dönsku B-deildinni. Þar áður lék hann með Viborg í sömu deild. Patrik var valinn í A-landsliðið fyrir vináttulandsleiki þess í janúar í fyrra en á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti