Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 21:38 Heiðdís Lillýjardóttir hefur bikarmeistaratitilinn á loft eftir glæsilegan sigur Breiðabliks í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þó að sumarið hafi ekki farið alveg eins og Breiðablik vildi, þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar, þá hafa Blikakonur svo sannarlega uppskorið nú í haust. Bikarmeistaratitillinn er í höfn og fram undan leikir sem liðið tryggði sér við stórlið PSG og Real Madrid í Meistaradeildinni fram að jólum. Þróttarar geta sömuleiðis vel við unað þrátt fyrir tapið í kvöld. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna sýndu þeir vel fram í seinni hálfleik að liðið átti fullt erindi í úrslitaleik, og ekki síður stuðningsmennirnir sem ásamt stuðningsmönnum Breiðabliks sköpuðu frábæra stemningu í Dalnum. Karitas Tómasdóttir horfir á eftir boltanum fara í markið en hún skoraði tvö mörk í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var Breiðablik með 2-0 forskot eftir fyrri 45 mínúturnar og sigur liðsins var aldrei í teljandi hættu í seinni hálfleiknum, þó að Þróttur hafi byrjað hann af krafti og komist í nokkur hálffæri til að minnka muninn. Breiðablik er með hágæðaleikmenn í sínum röðum sem nýta hver mistök og gáfu fá færi á sér í kvöld. Karitas Tómasdóttir var maður leiksins og landaði sínum öðrum bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig átt ríkan þátt í að landa fyrsta titli Selfyssinga fyrir tveimur árum. Hún reif upp sár sem Þrótturum tókst ekki að plástra þegar hún óð af stað á 26. mínútu, tók þríhyrningsspil með Öglu Maríu og skilaði boltanum fagmannlega í netið. Karitas skoraði einnig lokamark leiksins með glæsilegum skalla, aftur eftir fyrirgjöf Öglu Maríu, og sýndi fjölhæfni sína á báðum endum vallarins. Agla María Albertsdóttir var Þrótturum erfið í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það reyndist Þrótturum þungt að fá á sig klaufalegt mark skömmu fyrir hálfleik, þegar Blikar komust í 2-0 með marki Tiffany McCarty eftir að Elísabet Freyja og Íris Dögg misstu báðar boltann frá sér. Fram að því hafði Þróttur átt í fullu tré við Breiðablik og í upphafi seinni hálfleiks var Ólöf Sigríður ekki langt frá því að minnka muninn. Í staðinn refsuðu Blikar fyrir mistök á hinum enda vallarins og Hildur Antonsdóttir svo gott sem gerði út um leikinn með þriðja markinu. Blikakonur gátu því baðað sig í mjólk og fagnað kærkomnum titli eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Vals eftir harða baráttu. Sú niðurstaða, ásamt komandi leikjum í Meistaradeildinni, hlýtur að teljast góð hjá liði sem missti svo margar kanónur úr sínum röðum eftir síðustu leiktíð. Stuðningsmenn Breiðabliks létu vel í sér heyra.vísir/hulda margrét Tveimur árum eftir að hafa komist upp úr 1. deild eru Þróttarar þriðja besta lið landsins. Leikmenn liðsins hafa nú fundið bragðið af silfri, fyrstir í sögu félagsins til að leika til úrslita um titil, og það ætti að stytta biðina eftir gullverðlaunum. Af hverju vann Breiðablik? Blikar náðu að loka afar vel á fljóta og áræðna sóknarmenn Þróttar. Helst skapaðist hætta af fyrirgjöfum Andreu Rutar Bjarnadóttur af vinstri kantinum en Telma Ívarsdóttir var vel vakandi fyrir þeim í markinu, sem og stungusendingum Þróttara. Framar á vellinum eru Blikar svo með landsliðskonur sem kunna að búa til mörk og þurfa ekki mörg færi til þess, og sigurinn var því stór og öruggur. Blikar fagna sínum þrettánda bikarmeistaratitli.vísir/hulda margrét Hverjar stóðu upp úr? Karitas var best á vellinum, skoraði tvö glæsileg mörk en hafði líka mikla yfirferð og sinnti sínum skyldum á báðum endum vallarins. Kristín Dís Árnadóttir átti frábært kvöld í vörninni og var oft síðasta hindrunin sem Þróttarar réðu ekki við. Ef á þurfti að halda var svo Telma öryggið uppmálað í markinu. Fleiri mætti nefna eins og Öglu Maríu Albertsdóttur, besta leikmann Íslandsmótsins, sem er einfaldlega alltaf góð, lagði upp tvö mörk og var hársbreidd frá því að skora sjálf. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Paris Saint-Germain, hvorki meira né minna.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Það vantaði örlítið upp á til að Þróttarar næðu að komast í dauðafæri og skora í kvöld. Á hinum enda vallarins áttu bakverðirnir erfitt með að verjast Öglu Maríu og Selmu Sól, og Íris markvörður gerði dýrkeypt mistök í öðru marki leiksins. Hvað gerist næst? Keppnistímabilinu eru lokið hjá Þrótturum sem mega vera afar stoltir af sínu en Breiðablik á nú fyrir höndum sex leiki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir jól. Fyrsti leikurinn er við stórlið PSG á Íslandi næsta miðvikudagskvöld. Breiðablik Þróttur Reykjavík Kópavogur Mjólkurbikar kvenna
Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þó að sumarið hafi ekki farið alveg eins og Breiðablik vildi, þegar liðið endaði í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar, þá hafa Blikakonur svo sannarlega uppskorið nú í haust. Bikarmeistaratitillinn er í höfn og fram undan leikir sem liðið tryggði sér við stórlið PSG og Real Madrid í Meistaradeildinni fram að jólum. Þróttarar geta sömuleiðis vel við unað þrátt fyrir tapið í kvöld. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna sýndu þeir vel fram í seinni hálfleik að liðið átti fullt erindi í úrslitaleik, og ekki síður stuðningsmennirnir sem ásamt stuðningsmönnum Breiðabliks sköpuðu frábæra stemningu í Dalnum. Karitas Tómasdóttir horfir á eftir boltanum fara í markið en hún skoraði tvö mörk í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrátt fyrir nokkuð jafnan fyrri hálfleik var Breiðablik með 2-0 forskot eftir fyrri 45 mínúturnar og sigur liðsins var aldrei í teljandi hættu í seinni hálfleiknum, þó að Þróttur hafi byrjað hann af krafti og komist í nokkur hálffæri til að minnka muninn. Breiðablik er með hágæðaleikmenn í sínum röðum sem nýta hver mistök og gáfu fá færi á sér í kvöld. Karitas Tómasdóttir var maður leiksins og landaði sínum öðrum bikarmeistaratitli eftir að hafa einnig átt ríkan þátt í að landa fyrsta titli Selfyssinga fyrir tveimur árum. Hún reif upp sár sem Þrótturum tókst ekki að plástra þegar hún óð af stað á 26. mínútu, tók þríhyrningsspil með Öglu Maríu og skilaði boltanum fagmannlega í netið. Karitas skoraði einnig lokamark leiksins með glæsilegum skalla, aftur eftir fyrirgjöf Öglu Maríu, og sýndi fjölhæfni sína á báðum endum vallarins. Agla María Albertsdóttir var Þrótturum erfið í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það reyndist Þrótturum þungt að fá á sig klaufalegt mark skömmu fyrir hálfleik, þegar Blikar komust í 2-0 með marki Tiffany McCarty eftir að Elísabet Freyja og Íris Dögg misstu báðar boltann frá sér. Fram að því hafði Þróttur átt í fullu tré við Breiðablik og í upphafi seinni hálfleiks var Ólöf Sigríður ekki langt frá því að minnka muninn. Í staðinn refsuðu Blikar fyrir mistök á hinum enda vallarins og Hildur Antonsdóttir svo gott sem gerði út um leikinn með þriðja markinu. Blikakonur gátu því baðað sig í mjólk og fagnað kærkomnum titli eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Vals eftir harða baráttu. Sú niðurstaða, ásamt komandi leikjum í Meistaradeildinni, hlýtur að teljast góð hjá liði sem missti svo margar kanónur úr sínum röðum eftir síðustu leiktíð. Stuðningsmenn Breiðabliks létu vel í sér heyra.vísir/hulda margrét Tveimur árum eftir að hafa komist upp úr 1. deild eru Þróttarar þriðja besta lið landsins. Leikmenn liðsins hafa nú fundið bragðið af silfri, fyrstir í sögu félagsins til að leika til úrslita um titil, og það ætti að stytta biðina eftir gullverðlaunum. Af hverju vann Breiðablik? Blikar náðu að loka afar vel á fljóta og áræðna sóknarmenn Þróttar. Helst skapaðist hætta af fyrirgjöfum Andreu Rutar Bjarnadóttur af vinstri kantinum en Telma Ívarsdóttir var vel vakandi fyrir þeim í markinu, sem og stungusendingum Þróttara. Framar á vellinum eru Blikar svo með landsliðskonur sem kunna að búa til mörk og þurfa ekki mörg færi til þess, og sigurinn var því stór og öruggur. Blikar fagna sínum þrettánda bikarmeistaratitli.vísir/hulda margrét Hverjar stóðu upp úr? Karitas var best á vellinum, skoraði tvö glæsileg mörk en hafði líka mikla yfirferð og sinnti sínum skyldum á báðum endum vallarins. Kristín Dís Árnadóttir átti frábært kvöld í vörninni og var oft síðasta hindrunin sem Þróttarar réðu ekki við. Ef á þurfti að halda var svo Telma öryggið uppmálað í markinu. Fleiri mætti nefna eins og Öglu Maríu Albertsdóttur, besta leikmann Íslandsmótsins, sem er einfaldlega alltaf góð, lagði upp tvö mörk og var hársbreidd frá því að skora sjálf. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Paris Saint-Germain, hvorki meira né minna.vísir/hulda margrét Hvað gekk illa? Það vantaði örlítið upp á til að Þróttarar næðu að komast í dauðafæri og skora í kvöld. Á hinum enda vallarins áttu bakverðirnir erfitt með að verjast Öglu Maríu og Selmu Sól, og Íris markvörður gerði dýrkeypt mistök í öðru marki leiksins. Hvað gerist næst? Keppnistímabilinu eru lokið hjá Þrótturum sem mega vera afar stoltir af sínu en Breiðablik á nú fyrir höndum sex leiki í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, sem lýkur ekki fyrr en rétt fyrir jól. Fyrsti leikurinn er við stórlið PSG á Íslandi næsta miðvikudagskvöld.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti