„Óneitanlega svolítið sérstakt að byrja gegn Real Madrid“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2021 11:31 Ásmundur stekkur beint út í djúpu laugina gegn Real Madrid í kvöld. vísir/vilhelm Ásmundur Arnarsson, nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, viðurkennir að það sé nokkuð sérstakt að stýra liðinu í fyrsta sinn gegn stórliði Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Í 1. umferð riðlakeppninnar vann Real Madrid Kharkiv frá Úkraínu með einu marki gegn engu á meðan Breiðablik tapaði 0-2 fyrir Paris Saint-Germain. Það var síðasti leikur Vilhjálms Kára Haraldssonar með Blika. Við starfi hans tók Ásmundur og hann stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í kvöld. „Það er óneitanlega svolítið sérstakt. Það er að mörgu að huga svona í byrjun og ýmislegt til að komast inn í en jafnframt gríðarlega spennandi. Ég hef fylgst með þessum stelpum undanfarið og þetta er geggjaður hópur. Það er virkilega gaman að koma inn í þetta, bæði inn í leikmannahópinn og Breiðablik sem félag. Þetta leggst vel í mig og er gríðarlega spennandi verkefni,“ sagði Ásmundur á blaðamannafundi í gær. Breiðablik lék vel gegn Paris Saint-Germain í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.vísir/vilhelm Hann býst ekki við að gera stórtækar breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn PSG fyrir viku. „Það er í raun enginn tími til að gera miklar breytingar. Fyrst og fremst verðum við að byggja á því sem hefur gengið vel undanfarið og frammistöðu síðasta leiks. Það er kannski smáatriði sem við getum tínt til og farið yfir en aðalatriðið er að safna kröftum og að allir séu tilbúnir á leikdegi,“ sagði Ásmundur. Real Madrid hefur farið illa af stað í spænsku úrvalsdeildinni, aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum þar og einungis skorað þrjú mörk. Ásmundur ítrekaði þó að Madrídarliðið væri gríðarlega sterkt. „Við höfum skoðað þær ágætlega og leikurinn leggst rosalega vel í okkur. Við vitum að þetta verður erfitt verkefni. Við erum að fara að spila við gott lið. Þær eru tæknilega góðar, mjög hreyfanlegar og þótt úrslitin í deildinni hafi ekki verið upp á það besta undanfarið virðast þær vera að finna taktinn. Við eigum von á erfiðum leik en hann leggst rosalega vel í okkur og við erum mjög spennt,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir verður væntanlega klár í leikinn í kvöld.vísir/Hulda Margrét Hann steig varlega til jarðar er hann var spurður hvort markmið Breiðabliks hefðu eitthvað breyst eftir frammistöðuna góðu gegn PSG. „Markmiðið er fyrst og síðast að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta leik og ná alvöru frammistöðu á morgun. Eftir þann leik skýrist þá betur hvar við stöndum upp á að setja sér markmið fyrir framhaldið,“ sagði Ásmundur. Selma Sól Magnúsdóttir gat ekki leikið gegn PSG vegna meiðsla en Ásmundur er bjartsýnn á að geta teflt henni fram í kvöld. Allir aðrir leikmenn Breiðabliks eru klárir í bátana. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á YouTube. Hægt verður að nálgast útsendingu frá leiknum á Vísi.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti