Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2021 13:01 Caroline Seger reynir að verjast Söru Björk Gunnarsdóttur í baráttu landsliðsfyrirliðanna í leik Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM. Bæði liðin unnu sér sæti á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. vísir/vilhelm Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM. EM 2021 í Englandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Eftir að dregið var í riðla í lok október varð ljóst að Ísland myndi leika við Belgíu og Ítalíu á akademíuleikvangi Manchester City, 10. og 14. júlí. Völlurinn rúmar aðeins 4.700 manns í sæti. „Sem City aðdáanda finnst mér það allt í lagi, en persónulega finnst mér þetta allt of lítill völlur. Ég hef áhyggjur af því að í einhverjum tilfellum verði vandamál fyrir Íslendinga að fá miða á völlinn,“ sagði Þorsteinn eftir dráttinn. Ísland mætir svo Frakklandi 18. júlí á New York Stadium í Rotherham sem er flottur völlur og rúmar 12.000 manns. Svíar spila tvo leiki á Bramall Lane í Sheffield og þar er pláss fyrir 30.000 áhorfendur. Síðasti leikur þeirra í C-riðli, gegn Rússlandi, er á öllu minna þekktari stað eða á fjölnota íþróttavelli í bænum Leigh. Samkvæmt Aftonbladet rúmar völlurinn í Leigh 8.000 manns á fótboltaleikjum. Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins, furðar sig á því að í mekka fótboltans, á miklum uppgangstímum í fótbolta kvenna, séu svo litlir vellir notaðir. Erfitt að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu „Nú veit maður ekki hvernig þetta kom til en ef það á að gefa fótbolta kvenna rými til að vaxa og dafna, fá fleiri áhorfendur og búa til pressu þar að lútandi fyrir leiki, þá á ég erfitt með að skilja af hverju spilað er á völlum sem rúma svona fáar manneskjur,“ sagði Seger við Aftonbladet. „Það verður athyglisvert að sjá hvort að það verði uppselt snemma núna – hvort það mæti ekki fleira fólk og hvernig útkoma mótsins verður. Ég á erfitt með að skilja af hverju þessir vellir urðu fyrir valinu því miðað við fullyrðingar UEFA þá á þetta að verða stærsta Evrópumótið í sögu kvennafótboltans. Gefið kvennafótbolta vellina sem hann á skilið og velli sem rúma fólk svo að við getum sýnt fótboltann sem við spilum við bestu aðstæður og boðið fólk velkomið,“ sagði Seger. Tvöfalt fleiri miðar í boði Karl-Erik Nilsson er varaforseti UEFA og jafnframt formaður sænska knattspyrnusambandsins. Hann segir það koma til greina að skipta um leikvanga ef þrýst verði á það. Á mótinu verður upphafsleikurinn á Old Trafford og úrslitaleikurinn á Wembley, og einnig spilað á stórum völlum á borð við St Mary's og Bramall Lane. Fyrsti miðasöluglugginn lokast 16. nóvember og þá ætti að vera skýrara hve mikil eftirspurnin eftir miðum er en um 180.000 miðar eru seldir að sögn Svíans. „Ef við miðum við EM 2017 í Hollandi þá geta tvöfalt fleiri áhorfendur mætt á mótið því það verða alls um 700.000 miðar í boði. Síðan er það alltaf þannig á stórmótum að sumir leikir trekkja meira að en aðrir,“ sagði Nilsson. „Þegar England sótti um að halda mótið var það markmiðið að fullsetið yrði á öllum leikjum. Reynslan sýnir að sumir leikir eru minna spennandi en aðrir svo þess vegna var óskað eftir því að hafa suma vellina minni til að stærðin hentaði,“ sagði Nilsson. Upplýsingar KSÍ um miðasölu á EM.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira