Aldrei fleiri mæður á EM: „Eitthvað sem ætti að hvetja allar konur áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ræddu við breska ríkisútvarpið um það hvernig það er að vera atvinnukona í fótbolta og móðir. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa jafn margar mæður tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í fótbolta en munu taka þátt á EM í Englandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ísland er sú þjóð sem er með flestar mæður í sínum leikmannahóp, eða fimm talsins. Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira
Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Sjá meira