Þuríður tólfta og Björgvin áttundi eftir daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 00:12 Þuríður Erla Helgadóttir er tólfta í keppni kvenna á heimsleikunum eftir daginn. vísir/anton Lokagrein dagsins í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit er að baki og íslensku keppendurnir eru í fínum málum. Greinin sneri að hæfni á hjóli. Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig. CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
Greinin fór að mestu fram á Echo hjóli en á milli hvers hjólaspretts þurftu keppendur að gera tíu armbeygjur í lóðréttri stöðu upp við vegg. Ástralinn Ricky Garard sem var með nokkuð örugga forystu fyrir greinina var utan tímamarka og lenti í 28. sæti. Justin Medeiros, sem var annar, minnkaði því forskot Ástralans með því að vera fimmti í mark. Will Moorad var fyrstur að klára en hann er fjórtandi í heildarkeppninni. Björgvin Karl var sextándi, á tímanum 9:10,70, töluvert á eftir Moorad sem var á 6:30,15. Björgvin er áfram áttundi í heildarkeppninni með 501 stig, níu á eftir Samuel Kwant sem er sjöundi, og sjö stigum á undan Noah Ohlsen sem er níundi. Garard er með 681 stig á toppnum, Medeiros er annar með 656 og Roman Khrennikov er þriðj með 635. Meira en hundrað stig eru niður í næsta mann þar á eftir. Þuríður tólfta og Toomey eykur bilið Þuríður Erla Helgadóttir var á pari kvennamegin en hún var þrettánda í greininni á tímanum 10:52,51 en hún er tólfta í heildarkeppninni með 443 stig. Hún minnkaði bilið í hina pólsku Gabrielu Migala sem er ellefta með 460 stig, en hún kláraði ekki innan tímamarka. Sólveig Sigurðardóttir var einnig utan tímamarka en hún varð í 22. sæti. Aðeins 17 af 40 kláruðu innan markanna. Alexis Raptis kom, sá og sigraði í kvennaflokki en hún var á frábærum tíma; 6:41,18, rúmri mínútu á undan Tiu Toomey sem var önnur á 7:45,28. Hin írska Emma McQuaid var svo þriðja á 8:01,72. Toomey hefur aukið töluvert við forystu sína, og líkt og oft áður virðist fátt geta stöðvað að hún vinni yfirburðasigur. Hún leiðir keppnina með 697 stig, en Mallory O'Brien, sem hélt vel í við hana framan af, er önnur með 653 stig, aðeins þremur á undan hinni kanadísku Emmu Lawson sem er með 650 stig.
CrossFit Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik